Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. júlí 2025 07:37 Undirbúningur fyrir uppgröftin hefur staðið yfir í nokkurn tíma og hér má sjá sérfræðinga fara yfir svæðið með ratsjá. epa/Aidan Crawley Uppgröftur er hafinn í Tuam í Galway-sýslu á Írlandi, þar sem talið er að nunnur hafi jarðsett allt að 800 ungabörn sem létust á heimili fyrir mæður og börn á árunum 1925 til 1961. Stjórnvöld á Írlandi hafa neyðst til að biðjast afsökunar á meðferð á börnum á stofnunum sem reknar voru af ríkinu og trúarreglum. Rannsóknir hafa varpað ljósi á misnotkun og vanrækslu, ekki síst þegar um var að ræða börn ógiftra mæðra. Á St. Mary´s heimilinu í Tuam, þangað sem óléttar stúlkur voru sendar til að eignast börn sín, er talið að hundruð barna hafi verið jarðsett af Bon Secours-trúarreglunni. Engin gögn eru til um þessar jarðsetningar en upp komst um umfangið þegar sagnfræðingurinn Catherine Corless fann dánarvottorð 796 barna. Talið er að flest þeirra hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Svæðið þar sem börnin voru grafin er nú í miðri íbúðabyggð en hefur verið girt af. Sérstök grafa verður notuð til að skrapa jarðveginn af á áföngum en talið er að flestar líkamsleifarnar séu á um tveggja metra dýpi. Átjan manna teymi sérfræðinga frá Írlandi, Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Spáni og Kólumbíu hefur umsjón með uppgreftrinum, sem mun fara fram eins og um lögreglurannsókn sé að ræða. Um vandasamt verk er að ræða, þar sem talið er að vatnsrennsli á svæðinu kunni að hafa valdið róti á jarðveginum, auk þess sem svæðið liggur nærri öðru svæði þar sem er að finna líkamsleifar frá öðrum tímabilum. Vonir standa til að erfðarannsóknir muni leiða uppruna barnanna í ljós, þannig að hægt verði að koma þeim í hendur ættingja sinna og jarðsetja með viðeigandi hætti. Írland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Stjórnvöld á Írlandi hafa neyðst til að biðjast afsökunar á meðferð á börnum á stofnunum sem reknar voru af ríkinu og trúarreglum. Rannsóknir hafa varpað ljósi á misnotkun og vanrækslu, ekki síst þegar um var að ræða börn ógiftra mæðra. Á St. Mary´s heimilinu í Tuam, þangað sem óléttar stúlkur voru sendar til að eignast börn sín, er talið að hundruð barna hafi verið jarðsett af Bon Secours-trúarreglunni. Engin gögn eru til um þessar jarðsetningar en upp komst um umfangið þegar sagnfræðingurinn Catherine Corless fann dánarvottorð 796 barna. Talið er að flest þeirra hafi dáið af náttúrulegum orsökum eða af völdum vannæringar. Svæðið þar sem börnin voru grafin er nú í miðri íbúðabyggð en hefur verið girt af. Sérstök grafa verður notuð til að skrapa jarðveginn af á áföngum en talið er að flestar líkamsleifarnar séu á um tveggja metra dýpi. Átjan manna teymi sérfræðinga frá Írlandi, Bretlandi, Ástralíu, Bandaríkjunum, Spáni og Kólumbíu hefur umsjón með uppgreftrinum, sem mun fara fram eins og um lögreglurannsókn sé að ræða. Um vandasamt verk er að ræða, þar sem talið er að vatnsrennsli á svæðinu kunni að hafa valdið róti á jarðveginum, auk þess sem svæðið liggur nærri öðru svæði þar sem er að finna líkamsleifar frá öðrum tímabilum. Vonir standa til að erfðarannsóknir muni leiða uppruna barnanna í ljós, þannig að hægt verði að koma þeim í hendur ættingja sinna og jarðsetja með viðeigandi hætti.
Írland Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira