Björn Daníel: Vonandi fæ ég tvo Múmínbolla Árni Jóhannsson skrifar 13. júlí 2025 18:26 Björn Daníel skoraði tvö mörk í dag gegn KA og lék vel í heild í leiknum. Vísir/Anton Brink Fyrirliði FH, Björn Daníel Sverrisson, leiddi lið sitt til stórsigurs gegn KA í 15. umferð Bestu deildar karla í Kaplakrika í dag. Hann skoraði fyrstu tvö mörkin, vonaði að móðir hans lumaði á tveimur Laufeyjar Múmínbollum og lagði línuna fyrir heimsókn FH til Vals eftir tvær vikur. Björn var spurður að því hvað FH gerði vel í kvöld. „Við bara taka sénsana okkar þegar við fengum þá. Mér fannst við full opnir þegar við vorum að missa boltann í fyrri hálfleik, fannst lítil þolinmæði í okkur en mér fannst við gera betur í seinni hálfleik. Sérstaklega þegar við unnum boltann þá var nóg af svæðum til að fara í og nýttum sénsana. Það er langt síðan ég vann fótboltaleik 5-0 og það er gott að geta farið komið út af og setið síðustu 15 og horft á leikinn alveg slakur.“ FH spilaði hart á mót KA í dag þó að gulu spjöldin hafi ekki verið nema tvö. Þeir létu vel fyrir sér finna og var Björn spurður að því hvort það hafi verið uppleggið í dag. „Nei, við viljum bara að það sé erfitt að spila á móti okkur og viljum láta finna fyrir okkur. Þetta fer auðvitað eftir línunnni í leiknum og miðað við að við fengum ekki víti í fyrri hálfleik þá mátti ýmislegt“, sagði fyrirliðinn og átti þá líklega við atvikið í lok fyrri hálfleiks þegar Sigurður Bjartur virtist togaður niður þegar hann náði skoti í slá. „Við viljum spila fast og ég veit ekki hvað við fengum mörg gul í dag. Það allavega fór enginn út af með rautt og það er bara flott.“ Björn Daníel skoraði tvö mörk í dag og var spurður út í þau bæði, fyrsta markið var gjöf sem Björn myndi þiggja á hverjum degi og svo hvort hann hafi ekki örugglega skorað seinna markið. „Ég þigg þetta með þökkum. Ég missti boltann aðeins undir mig en ég vissi að markmaðurinn var út úr markinu. Úlfur sem er vanur að skora svona mörk öskraði á mig að skjóta en þetta var ekki fast skot en sem betur fer var búið að vökva völlinn því hnitmiðað var skotið.“ „Það er alltaf gaman að skora og mamma mín var búin að lofa mér því að gefa mér nýja Múmín bollann sem Laufey kom að ef ég myndi skora í dag. Þannig að ég vona að ég fái tvo Múmín bolla. Seinna markið hefði ekki farið inn ef ég hefði ekki skallað hann. Böddi ætlaði að reyna að eigna sér það en ég var fyrir utan línuna þegar ég skallaði hann. Það hefði verið gaman að ná þrennunni en Heimir tók mig út af.“ Var hann svekktur að fá ekki sénsinn að ná þrennunni? „Nei nei, ég hef skorað fjögur í leik og þrennu líka. Ég er búinn að ná þessu og er bara sáttur að ná sigrinum. Við erum að fara í tveggja vikna pásu og náum endurheimt núna. Með Unbroken að sjálfsögðu. Ég er bara sáttur að við vinnum og það er bara flott.“ FH nær að slíta sig örlítið frá fallsvæðinu og var Björn spurður hvort það væri ekki léttir fyrir hann og hans menn. „Já auðvitað. Þetta var virkilega mikilvægur leikur. Við höfum talað um það að við viljum að það sé erfitt að koma í Kaplakrika og við viljum ná í sem flest stig hérna. Það hefur ekki gengið vel á útivöllum þannig að við viljum ná í stigin þegar við komum á heimavöllinn og mikilvægt að ná í þessi þrjú stig núna og slíta okkur aðeins frá þessu. Við spilum næst á móti Val á gervigrasi. Við getum ekki verið að setja hökuna í bringuna og vilja ekki spila á gervigrasi. Við ætlum að mæta í þann leik til að vinna hann líka því þessi deild er jöfn þannig að það þarf ekki mikið til að hífa sig upp töfluna.“ FH Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Björn var spurður að því hvað FH gerði vel í kvöld. „Við bara taka sénsana okkar þegar við fengum þá. Mér fannst við full opnir þegar við vorum að missa boltann í fyrri hálfleik, fannst lítil þolinmæði í okkur en mér fannst við gera betur í seinni hálfleik. Sérstaklega þegar við unnum boltann þá var nóg af svæðum til að fara í og nýttum sénsana. Það er langt síðan ég vann fótboltaleik 5-0 og það er gott að geta farið komið út af og setið síðustu 15 og horft á leikinn alveg slakur.“ FH spilaði hart á mót KA í dag þó að gulu spjöldin hafi ekki verið nema tvö. Þeir létu vel fyrir sér finna og var Björn spurður að því hvort það hafi verið uppleggið í dag. „Nei, við viljum bara að það sé erfitt að spila á móti okkur og viljum láta finna fyrir okkur. Þetta fer auðvitað eftir línunnni í leiknum og miðað við að við fengum ekki víti í fyrri hálfleik þá mátti ýmislegt“, sagði fyrirliðinn og átti þá líklega við atvikið í lok fyrri hálfleiks þegar Sigurður Bjartur virtist togaður niður þegar hann náði skoti í slá. „Við viljum spila fast og ég veit ekki hvað við fengum mörg gul í dag. Það allavega fór enginn út af með rautt og það er bara flott.“ Björn Daníel skoraði tvö mörk í dag og var spurður út í þau bæði, fyrsta markið var gjöf sem Björn myndi þiggja á hverjum degi og svo hvort hann hafi ekki örugglega skorað seinna markið. „Ég þigg þetta með þökkum. Ég missti boltann aðeins undir mig en ég vissi að markmaðurinn var út úr markinu. Úlfur sem er vanur að skora svona mörk öskraði á mig að skjóta en þetta var ekki fast skot en sem betur fer var búið að vökva völlinn því hnitmiðað var skotið.“ „Það er alltaf gaman að skora og mamma mín var búin að lofa mér því að gefa mér nýja Múmín bollann sem Laufey kom að ef ég myndi skora í dag. Þannig að ég vona að ég fái tvo Múmín bolla. Seinna markið hefði ekki farið inn ef ég hefði ekki skallað hann. Böddi ætlaði að reyna að eigna sér það en ég var fyrir utan línuna þegar ég skallaði hann. Það hefði verið gaman að ná þrennunni en Heimir tók mig út af.“ Var hann svekktur að fá ekki sénsinn að ná þrennunni? „Nei nei, ég hef skorað fjögur í leik og þrennu líka. Ég er búinn að ná þessu og er bara sáttur að ná sigrinum. Við erum að fara í tveggja vikna pásu og náum endurheimt núna. Með Unbroken að sjálfsögðu. Ég er bara sáttur að við vinnum og það er bara flott.“ FH nær að slíta sig örlítið frá fallsvæðinu og var Björn spurður hvort það væri ekki léttir fyrir hann og hans menn. „Já auðvitað. Þetta var virkilega mikilvægur leikur. Við höfum talað um það að við viljum að það sé erfitt að koma í Kaplakrika og við viljum ná í sem flest stig hérna. Það hefur ekki gengið vel á útivöllum þannig að við viljum ná í stigin þegar við komum á heimavöllinn og mikilvægt að ná í þessi þrjú stig núna og slíta okkur aðeins frá þessu. Við spilum næst á móti Val á gervigrasi. Við getum ekki verið að setja hökuna í bringuna og vilja ekki spila á gervigrasi. Við ætlum að mæta í þann leik til að vinna hann líka því þessi deild er jöfn þannig að það þarf ekki mikið til að hífa sig upp töfluna.“
FH Besta deild karla Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Fleiri fréttir Suárez hrækti á þjálfara Sjáðu stórfurðulegt viðtal við Emery: Svaraði öllum spurningum Marco Bizot Ten Hag rekinn frá Leverkusen Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki