Ragnhildur fyrst Íslendinga til að vinna LET Access mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2025 14:58 Ragnhildur er fyrst íslenskra kvenna til að vinna LET Access mót. LET ACCESS Ragnhildur Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, varð fyrst Íslendinga til að vinna mót á Ladies European Tour Access mótaröðinni þegar hún fagnaði sigri á opna Vasteras mótinu í Svíþjóð. Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga. Ragnhildur lék best allra kylfinga á fyrsta keppnisdegi og fór hringinn á 65 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Annan daginn fór Ragnhildur hringinn á tveimur höggum undir pari og sat í öðru sæti fyrir lokadaginn sem fór fram í dag. Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var í dag. LET ACCESS Ragnhildur spilaði vel í erfiðum veðuraðstæðum í dag og tók fram úr hinni dönsku Amalie Leth-Nissen til að tryggja sigurinn. Ragnhildur fór hring dagsins á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Ragnhildur er fyrsti Íslendingurinn til að fagna sigri á móti í LET Access mótaröðinni, sem er sú næststerkasta á meðal atvinnukylfinga í Evrópu. Hún hefur spilað virkilega vel síðustu vikur og varð í öðru sæti á Swedish Strokeplay Championship mótinu í síðustu viku. Með því jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á mótaröðinni, þegar hún komst upp í þrettánda sætið. Sigurinn á þessu móti mun síðan færa hana enn ofar á listanum, líklega upp í fjórða eða fimmta sætið. Tímabilið er um það bil hálfnað og Ragnhildur er í frábærri stöðu, efstu sjö kylfingarnir komast inn á LET mótaröðina á næsta ári. Golf Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Leikið var á Skerike golfvellinum í Svíþjóð síðustu þrjá daga. Ragnhildur lék best allra kylfinga á fyrsta keppnisdegi og fór hringinn á 65 höggum, sjö höggum undir pari vallarins. Annan daginn fór Ragnhildur hringinn á tveimur höggum undir pari og sat í öðru sæti fyrir lokadaginn sem fór fram í dag. Sólin skein fyrstu tvo dagana en vindur og væta var í dag. LET ACCESS Ragnhildur spilaði vel í erfiðum veðuraðstæðum í dag og tók fram úr hinni dönsku Amalie Leth-Nissen til að tryggja sigurinn. Ragnhildur fór hring dagsins á 73 höggum, einu höggi yfir pari. Ragnhildur er fyrsti Íslendingurinn til að fagna sigri á móti í LET Access mótaröðinni, sem er sú næststerkasta á meðal atvinnukylfinga í Evrópu. Hún hefur spilað virkilega vel síðustu vikur og varð í öðru sæti á Swedish Strokeplay Championship mótinu í síðustu viku. Með því jafnaði hún besta árangur íslensks kylfings á mótaröðinni, þegar hún komst upp í þrettánda sætið. Sigurinn á þessu móti mun síðan færa hana enn ofar á listanum, líklega upp í fjórða eða fimmta sætið. Tímabilið er um það bil hálfnað og Ragnhildur er í frábærri stöðu, efstu sjö kylfingarnir komast inn á LET mótaröðina á næsta ári.
Golf Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira