Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Ágúst Orri Arnarson skrifar 11. júlí 2025 16:30 Fjöldi fólks hefur minnst bræðranna fyrir utan Anfield, heimavöll Liverpool. Andrew Powell/Liverpool FC via Getty Images Enska úrvalsdeildarliðið Liverpool spilar á útivelli gegn Preston North End næsta sunnudag, fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins og fyrsta leikinn eftir óvænt andlát Diogo Jota og bróður hans, André Silva. Bræðurnir verða heiðraðir af báðum liðum fyrir leik og á meðan honum stendur. Diogo Jota, fyrrum leikmaður Liverpool, og bróðir hans André Silva létust í bílslysi á Spáni aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Mikið hefur eflaust reynt á leikmenn liðsins, sem fóru flestir í útför bræðranna síðustu helgi. Leikmenn Liverpool komu síðan saman til æfinga á þriðjudag en upprunalega áttu æfingar að hefjast síðasta föstudag, degi eftir andlát Portúgalans. Til skoðunar var að aflýsa fyrsta leik undirbúningstímabilsins í ljósi áfallsins en eftir viðræður Preston og Liverpool var ákveðið að leikurinn færi fram. Nú hefur Liverpool tilkynnt að minningarathöfn verði haldin áður en leikurinn á Deepdale leikvanginum hefst. Þar mun heimaliðið leggja blómakrans við stúku stuðningsmanna Liverpool. Þjóðlag Liverpool, You‘ll Never Walk Alone, verður síðan spilað áður en mínútuþögn verður haldin til minningar um bræðurna. Myndir og myndbönd af þeim verða spiluð á stórum skjá á meðan. Preston hefur einnig útbúið óhefðbundna leikskrá sem inniheldur falleg minningarorð um bræðurna. Bæði lið munu svo bera sorgarbönd á handleggnum á meðan leiknum stendur. Diogo Jota and Andre Silva will be commemorated with a number of tributes at our match against Preston North End.— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enn streyma þúsundir manna að Anfield, heimavelli Liverpool, á hverjum degi til að votta virðingu sína við bræðurna sem féllu frá. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var einn þeirra sem lagði blómakrans á leiðið í dag. Steven Gerrard and members of his academy have paid tribute to Diogo and Andre at Anfield ❤️— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira
Diogo Jota, fyrrum leikmaður Liverpool, og bróðir hans André Silva létust í bílslysi á Spáni aðfaranótt fimmtudags í síðustu viku. Mikið hefur eflaust reynt á leikmenn liðsins, sem fóru flestir í útför bræðranna síðustu helgi. Leikmenn Liverpool komu síðan saman til æfinga á þriðjudag en upprunalega áttu æfingar að hefjast síðasta föstudag, degi eftir andlát Portúgalans. Til skoðunar var að aflýsa fyrsta leik undirbúningstímabilsins í ljósi áfallsins en eftir viðræður Preston og Liverpool var ákveðið að leikurinn færi fram. Nú hefur Liverpool tilkynnt að minningarathöfn verði haldin áður en leikurinn á Deepdale leikvanginum hefst. Þar mun heimaliðið leggja blómakrans við stúku stuðningsmanna Liverpool. Þjóðlag Liverpool, You‘ll Never Walk Alone, verður síðan spilað áður en mínútuþögn verður haldin til minningar um bræðurna. Myndir og myndbönd af þeim verða spiluð á stórum skjá á meðan. Preston hefur einnig útbúið óhefðbundna leikskrá sem inniheldur falleg minningarorð um bræðurna. Bæði lið munu svo bera sorgarbönd á handleggnum á meðan leiknum stendur. Diogo Jota and Andre Silva will be commemorated with a number of tributes at our match against Preston North End.— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025 Enn streyma þúsundir manna að Anfield, heimavelli Liverpool, á hverjum degi til að votta virðingu sína við bræðurna sem féllu frá. Steven Gerrard, fyrrum fyrirliði Liverpool, var einn þeirra sem lagði blómakrans á leiðið í dag. Steven Gerrard and members of his academy have paid tribute to Diogo and Andre at Anfield ❤️— Liverpool FC (@LFC) July 11, 2025
Enski boltinn Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Sanngjarn heimasigur Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Þakklátur Klopp fyrir ríginn: „Ég sakna hans“ Dæmdur sekur vegna sex viðbjóðslegra færslna Fantasýn: Er að hugsa um að taka fyrirliðabandið af Haaland Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Sjá meira