Wenger á allt annarri skoðun en Klopp Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2025 07:31 Jürgen Klopp ræðir málin við Arsene Wenger þegar Wenger heimsótti æfingu Liverpool þegar Klopp var enn við stjórnvölinn. Getty/Andrew Powell Heimsmeistarakeppni félagsliða er að ljúka en aðeins úrslitaleikurinn er eftir. Keppnin sem Jürgen Klopp hatar en Arsene Wenger hrósar. Klopp talaði um HM félagsliða sem verstu hugmynd sem einhver hefur fengið í fótboltaheiminum. Enn meira álag á leikmenn sem voru þegar undir miklu álagi. Klopp spáir meiðslahrinu hjá liðunum sem þurftu að spila á HM í Bandaríkjunum. Wenger er algjörlega ósammála. „Allir hafa rétt á sinni skoðun en ég er á allt annarri skoðun en Klopp. Mér fannst að heimsmeistarakeppni félagsliða, sem alvöru heimsmeistarakeppni, væri nauðsynleg,“ sagði Wenger. „Ef þú spyrð félögin sem voru hér þá er ég hundrað prósent viss um að þau vilji gera þetta aftur,“ sagði Wenger. Hann notar áhorfendatölur sem rök fyrir vel heppnaðri keppni. „Mikilvægasta atriðið er hvort stuðningsfólkið sé ánægt með keppnina. Spárnar fyrir áhorfendaaðsóknina voru lágar en í raun var mætingin miklu betri. Þar höfum við svarið,“ sagði Wenger en bauð þó ekki upp á neina tölur. Wenger er auðvitað fyrir löngu orðin mikill FIFA maður og var meðal annars í tækninefnd heimsmeistarakeppninnar og því þarf það ekki að koma á óvart að hann tali fyrir keppninni. Stóra svarið mun koma á komandi leiktíð. Þá sjáum við ástandið á þeim leikmönnum sem voru að bæta þessum leikjum á HM félagsliða við annars mjög langt tímabili. Þolir skrokkurinn álagið eða munu þeir hrynja niður í meiðsli. Þá væri kannski betri að spyrja Wenger sömu spurningar. Arsene Wenger has hit back at Jurgen Klopp's criticisms of the Fifa Club World Cup 🌎 pic.twitter.com/trrCn8Ipzk— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira
Klopp talaði um HM félagsliða sem verstu hugmynd sem einhver hefur fengið í fótboltaheiminum. Enn meira álag á leikmenn sem voru þegar undir miklu álagi. Klopp spáir meiðslahrinu hjá liðunum sem þurftu að spila á HM í Bandaríkjunum. Wenger er algjörlega ósammála. „Allir hafa rétt á sinni skoðun en ég er á allt annarri skoðun en Klopp. Mér fannst að heimsmeistarakeppni félagsliða, sem alvöru heimsmeistarakeppni, væri nauðsynleg,“ sagði Wenger. „Ef þú spyrð félögin sem voru hér þá er ég hundrað prósent viss um að þau vilji gera þetta aftur,“ sagði Wenger. Hann notar áhorfendatölur sem rök fyrir vel heppnaðri keppni. „Mikilvægasta atriðið er hvort stuðningsfólkið sé ánægt með keppnina. Spárnar fyrir áhorfendaaðsóknina voru lágar en í raun var mætingin miklu betri. Þar höfum við svarið,“ sagði Wenger en bauð þó ekki upp á neina tölur. Wenger er auðvitað fyrir löngu orðin mikill FIFA maður og var meðal annars í tækninefnd heimsmeistarakeppninnar og því þarf það ekki að koma á óvart að hann tali fyrir keppninni. Stóra svarið mun koma á komandi leiktíð. Þá sjáum við ástandið á þeim leikmönnum sem voru að bæta þessum leikjum á HM félagsliða við annars mjög langt tímabili. Þolir skrokkurinn álagið eða munu þeir hrynja niður í meiðsli. Þá væri kannski betri að spyrja Wenger sömu spurningar. Arsene Wenger has hit back at Jurgen Klopp's criticisms of the Fifa Club World Cup 🌎 pic.twitter.com/trrCn8Ipzk— BBC Sport (@BBCSport) July 10, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Fleiri fréttir Jafnt í stórleiknum Martínez skaut Inter á toppinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Mahrez tryggði Alsíringum sigur Gray hetja Tottenham Højlund með tvö og Napoli í annað sætið Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Andy Carroll mætir fyrir dóm eftir að hafa verið handtekinn Villa kvartar til Chelsea vegna flösku sem flaug á bekkinn Gömlu Chelsea-mennirnir skutu Milan á toppinn Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Sjáðu magnaða vörslu Raya: „Þetta var stórkostlegt“ Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Liverpool-skotmarkið ekki á förum í janúar Skoraði og fékk gult fyrir að benda Juventus stigi frá toppnum Aldrei spilað þarna en sagði strax já „Viss um að ég myndi skora einn daginn“ Mané tryggði Senegal stig Watkins hélt ótrúlegri sigurgöngu Villa áfram Schade og Jiménez sendu Brentford og Fulham í efri hlutann Arsenal aftur á toppinn Fyrsta mark Wirtz í þriðja sigrinum í röð Þjálfari Þóris sá rautt í tapi fyrir Fabregas Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Arnar Þór ráðinn til FIFA: „Himinlifandi að hafa fengið þetta starf“ Tap hjá Tómasi í grannaslagnum og toppbaráttan harðnar Cherki aðalmaðurinn í sigri City Úlfarnir heiðruðu minningu Jota Enn tapa Albert og félagar Sjá meira