Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Aron Guðmundsson skrifar 5. júlí 2025 12:30 Þjarmað var að Andries Jonker, landsliðsþjálfara Hollands, á blaðamannafundi í gær Vísir/Getty Það má með sanni segja að vegferð hollenska landsliðsins á Evrópumótinu í Sviss fari ekki rólega af stað. Hollenskur blaðamaður sakaði í gær þjálfara liðsins um að trufla þátttöku Hollands á mótinu eftir ummæli í hlaðvarpsþætti ytra. Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM. EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira
Hollenska knattspyrnusambandið hafði gefið það út í janúar fyrr á þessu ári að samningur landsliðsþjálfarans Andries Jonker yrði ekki framlengdur eftir Evrópumótið í Sviss og að leikir Hollands á mótinu yrðu þá síðustu leikir þess undir stjórn Jonker. Í hlaðvarpsþætti sem að Jonker fór í á dögunum sagðist hann hafa íhugað að hætta sem landsliðsþjálfari Hollands fyrir EM en Holland mætir Wales í fyrstu umferð D-riðils í dag. Enn fremur sagðist Jonker þar efast um áhrif sín innan liðsins sem og stuðninginn í sinn garð. Óhætt er að segja að hollenska pressan hafi þjarmað að Jonker á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Wales í gær og ásakaði blaðamaður De Telegraaf, Jonker um að búa til brúðuleikhús (e.puppet show) þar sem að allt snerist um hann en ekki leikmenn hollenska landsliðsins. Jonker lét blaðamanninn heyra það á móti. „Þessar konur hafa lagt allt í sölurnar til þess að vera hér á EM í Sviss. Allt. Það höfum við gert saman. Þið eruð hér í dag vegna okkar. Þessara kvenna. Konungsfjölskyldan verður á fyrsta leiknum og þú dirfist til að kalla þetta brúðuleikhús. Ef þú telur þetta vera brúðuleikhús þá verður það bara að vera þín skoðun. Þú ert að móðga leikmennina. Ég hef aldrei séð þig á æfingum okkar og þú ert síðan að spyrja mína leikmenn hvort þeir haldi að þetta verði brúðuleikhús.“ Jonker hefur verið landsliðsþjálfari hollenska landsliðsins frá árinu 2022. Undir hans stjórn komst hollenska landsliðið í átta liða úrslit HM árið 2023. Nú er liðið í dauðariðli EM með Englandi, Frakklandi og Wales en aðeins tvö þessara liða komast áfram í átta liða úrslit mótsins. Jonker mun mæta eftirmanni sínum í starfi á EM því Arjan Veurink, aðstoðarþjálfari enska landsliðsins, tekur við starfi landsliðsþjálfara Hollands eftir EM.
EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Sjá meira