Sport

Dag­skráin: Meistararnir mæta í Mos­fells­bæ og Orkumótið í Eyjum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það var gaman hjá framtíðarstjörnum íslenska fótboltans á Orkumótinu í Vestmannaeyjum.
Það var gaman hjá framtíðarstjörnum íslenska fótboltans á Orkumótinu í Vestmannaeyjum. Sýn Sport

Það eru beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag og kvöld eins og vanalega á fimmtudögum.

Íslandsmeistarar Breiðabliks heimsækja nýliða Aftureldingar í eina leik kvöldsins í Bestu deildinni en Blikar komst einir á toppinn með sigri. 

Orkumótið fór fram upp í Vestmannaeyjum um síðustu helgi og í kvöld fáum við að sjá þátt um mótið. Þar verður gaman að sjá tilþrif hjá framtíðarfótboltamönnum landsins.

Það verður einnig sýnt beint frá BMW mótinu í golfi og frá Opna írska golfmótinu á LPGA mótaröðinni í golfi

Kvöldið endar síðan með leik í bandaríska hafnaboltanum.

Hér fyrir neðan má sjá yfirlit yfir beinar útsendingar á sportstöðvunum í dag.

Sýn Sport

Klukkan 18.20 hefst nýr þáttur af Sumarmótunum þar sem fjallað er um Orkumótið í Vestmannaeyjum.

Klukkan 19.00 hefst bein útsending frá leik Aftureldingar og Breiðabliks í Bestu deild karla í fótbolta.

SÝN Sport 4

Klukkan 15.00 hefst útsending frá BMW Inernational Open golfmótinu á DP heimsmótaröðinni.

SÝN Sport Viaplay

Klukkan 15.00 hefst útsending frá Opna írska golfmótinu á evrópsku mótaröðinni hjá konunum.

Klukkan 23.00 hefst bein útsending frá leik New York Mets og Milwaukee Brewers í bandarísku hafnaboltadeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×