Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. júlí 2025 07:27 Jobe Bellingham reyndi að sannfæra dómarann svo hann gæti mætt bróður sínum en án árangurs. Shaun Botterill - FIFA/FIFA via Getty Images Borussia Dortmund komst áfram í átta liða úrslit heimsmeistaramóts félagsliða með 2-1 sigri gegn Monterrey í nótt. Þar mun liðið mæta Real Madrid en Jobe Bellingham verður í leikbanni eftir að hafa fengið sitt annað gula spjald á mótinu. Bellingham fékk spjaldið fyrir slæma tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og verður í banni í næsta leik, vegna þess að hann fékk líka gult spjald í leik gegn Ulsan HD í riðlakeppninni. Reglur mótsins kveða á um leikbann ef leikmaður fær gul spjöld í tveimur mismunandi leikjum en þau þurrkast út eftir átta liða úrslitin, þannig að enginn missi af úrslitaleiknum fyrir að fá gult spjald í undanúrslitum. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því, þegar hann kom inn í hálfleik, að hann fengi leikbann. Þetta kom honum aðeins á óvart“ sagði þjálfari Dortmund, Niko Kovac. „Hann er ungur, þeir bræðurnir eru báðir ungir og ég er viss um að þeir eigi eftir að mætast. Kannski á næsta tímabili í Meistaradeildinni og oftar í framtíðinni. Framtíðin er þeirra“ sagði hann einnig á blaðamannafundi eftir sigurinn. Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund, í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Karim Adeyemi. 2️⃣ goals in 1️⃣ half for Serhou Guirassy @Guirassy_19 @BlackYellow pic.twitter.com/UfLs0IedBA— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 German Berterame minnkaði muninn fyrir Monterrey þegar liðið reyndi að snúa leiknum við í seinni hálfleik. 48' Germán Berterame gets one back for MonterreyWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/jYhxTaVbfT— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 Fyrrum Madrídingurinn Sergio Ramos var svo næstum því búinn að setja jöfnunarmarkið seint í leiknum en skallaði rétt framhjá. Sergio Ramos's header almost puts things at level 😱Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/hu9zjA1g0r— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira
Bellingham fékk spjaldið fyrir slæma tæklingu undir lok fyrri hálfleiks og verður í banni í næsta leik, vegna þess að hann fékk líka gult spjald í leik gegn Ulsan HD í riðlakeppninni. Reglur mótsins kveða á um leikbann ef leikmaður fær gul spjöld í tveimur mismunandi leikjum en þau þurrkast út eftir átta liða úrslitin, þannig að enginn missi af úrslitaleiknum fyrir að fá gult spjald í undanúrslitum. „Ég held að hann hafi ekki áttað sig á því, þegar hann kom inn í hálfleik, að hann fengi leikbann. Þetta kom honum aðeins á óvart“ sagði þjálfari Dortmund, Niko Kovac. „Hann er ungur, þeir bræðurnir eru báðir ungir og ég er viss um að þeir eigi eftir að mætast. Kannski á næsta tímabili í Meistaradeildinni og oftar í framtíðinni. Framtíðin er þeirra“ sagði hann einnig á blaðamannafundi eftir sigurinn. Serhou Guirassy skoraði bæði mörk Dortmund, í fyrri hálfleik, eftir stoðsendingar frá Karim Adeyemi. 2️⃣ goals in 1️⃣ half for Serhou Guirassy @Guirassy_19 @BlackYellow pic.twitter.com/UfLs0IedBA— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 German Berterame minnkaði muninn fyrir Monterrey þegar liðið reyndi að snúa leiknum við í seinni hálfleik. 48' Germán Berterame gets one back for MonterreyWatch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/jYhxTaVbfT— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025 Fyrrum Madrídingurinn Sergio Ramos var svo næstum því búinn að setja jöfnunarmarkið seint í leiknum en skallaði rétt framhjá. Sergio Ramos's header almost puts things at level 😱Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #BVBCFM pic.twitter.com/hu9zjA1g0r— DAZN Football (@DAZNFootball) July 2, 2025
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Formúla 1 Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Sjá meira