Stefnir á sigur í stærstu kokkakeppni heims Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. júní 2025 22:41 Hinrik Lárusson, stofnandi Lux veitinga. Íslenskur kokkur stefnir á fyrsta sæti í stærstu kokkakeppni heims sem fer fram í Frakklandi árið 2027. Undirbúningurinn hefst strax í dag þó að eitt og hálft ár sé til stefnu. Fréttastofa kíkti í heimsókn í eldhús kappans. Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“ Kokkalandsliðið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira
Hinrik Lárusson var formlega tilkynntur sem fulltrúi Íslands á Bocuse d'Or í dag eftir að hafa borið sigur úr býtum í forkeppninni hér á landi. Keppnin fer fram á tveggja ára fresti í janúar í Lyon í Frakklandi þar sem að bestu kokkar heims koma saman og keppa um besta réttinn. „Þetta er lang langstærsta svið og matr eiðslukeppni í heiminum. Þarna koma allir flottustu og bestu kokkar í heimi. Þetta er bara eins og að vera á fótboltavelli. Það er bara stemmning og stuð og það eru alllir búnir að vera þarna í eitt til tvö ár að æfa,“ segir Hinrik. Verið draumur lengi Hinrik segir að draumur sé að rætast. Hann hefur tvisvar tekið þátt í keppninni sem aðstoðarmaður árið 2015 og 2017. „Síðan þá hefur þetta bara verið draumur að keppa sjálfur. Ég er búinn að vinna að þessu lengi og búinn að taka þátt í mörgum keppnum svo nú er maður tilbúinn.“ Ýmsir kannast við Hinrik enda hefur hann víða komið við. Hann stofnaði til að mynda Lux veitingar ásamt Viktori Erni Andréssyni. Hann sá einnig um veitingarnar í þáttunum Bannað að hlæja sem slóu í gegn á sjónvarpsstöð Sýnar. Farin að sjá fyrir sér hvað skal matreiða Verða því næstu átján mánuðir tileinkaðir undirbúningi fyrir keppnina en fyrsta þrekraunin er á næsta ári þegar að undankeppni í Evrópu fer fram. „Í rauninni byrjar þetta núna að ég fer að setja saman teymið mitt. Það er þjálfari það er aðstoðarmaður. Það eru oftast svona þrír aðstoðarmenn sem eru á bak við tjöldin.“ Ertu strax farinn að sjá fyrir þér hvað þú ætlar að bjóða upp á í keppninni? „Já það er alltaf svona aftast í hnakkanum.“ Stefnir að sjálfsögðu á fyrsta sæti Hann segist í raun ekki muna eftir tíð þar sem hann stóð ekki í eldamennsku. „Ég ólst upp á hóteli og þar fékk um tvennt að velja. Það er að fara í herbergin og búa um rúm eða fara í eldhúsið. Þarna var ég tólf ára, síðan þá hef ég verið bara fastur í eldhúsinu.“ Síðan þá hefur hann tvisvar verið matreiðslunemi ársins og matreiðslumaður ársins á síðasta ári og keppt víða um heim með góðum árangri. Hann setur markið hátt. Hvaða sæti stefnirðu á? „Ég stefni að sjálfsögðu á fyrsta sæti.“ Þú sættir þig ekki við neitt minna? „Nei ekki neitt sko, ekki neitt.“
Kokkalandsliðið Mest lesið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Hörkuhasar þó persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fellaskóli vann Skrekk Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Lífið Umhverfisráðherra á von á barni Lífið Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Sjá meira