Nýtt heimsmet sett: „Sé því að ég á að geta gert miklu betur“ Aron Guðmundsson skrifar 27. júní 2025 10:03 Þorleifur Þorleifsson, Íslandsmethafi í bakgarðshlaupum. Vísir/Sigurjón Phil Gore frá Ástralíu er nýr heimsmethafi í bakgarðshlaupum eftir keppni sem stóð yfir í fimm sólarhringa. Íslandsmethafi í íþróttinni segir það stóru spurninguna hvort einhver takmörk séu fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa. Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“ Bakgarðshlaup Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira
Vinsældir íþróttarinnar á heimsvísu hafa skotist upp frá fyrsta stóra hlaupinu árið 2011. Þá var heimsmet sett upp á 18 hringi. Síðan þá hafa árin liðið og heimsmet ítrekað verið slegin, alltaf er hlaupið lengra og lengra og nú er heimsmetið 119 hringir. En hvað skýrir þessa bætingu? „Í rauninni er þetta frekar einfalt. Fólk er hægt og rólega að læra inn á þetta. Þetta er náttúrulega mjög ungt sport. 2011 fer fyrsta keppnin fram og svo fer þetta upp í 50-60 hringi og fólk fer allt í einu að hugsa upp í 100 hringi. Það bætist alltaf aðeins við, fólk er að læra inn á sjálft sig, taka reynslu úr hinum keppnunum og svo bara vex þetta svona.“ En eru einhver takmörk fyrir því hversu langt er hægt að hlaupa? „Þetta er stóra spurningin. Ef maður horfði á Phil í nótt, þegar að hann kláraði hlaupið, þá átti hann nóg eftir. Ef hann hefði fengið leyfi til að halda áfram þá væri hann ábyggilega enn að hlaupa. Svarið þar er bara við höfum ekki hugmynd um það. En það á pottþétt eftir að bæta þetta heimsmet. Spurningin er bara hvort að á einhverjum tímapunkti þurfi að setja bara þröskuld þar sem að við 200 hringi hætti keppnin eða hvort það eigi bara að leyfa mönnum að hlaupa endalaust. Það er bara spurning hvað verður.“ Sem ríkjandi Íslandsmeistari í bakgarðshlaupum hér á landi fékk Þorleifur boð í stærsta bakgarðshlaup á heimsvísu í Bandaríkjunum í október næstkomandi. Undirbúningurinn er á þá leið sem maður heldur, að hlaupa bara nógu mikið. „Ég hef svona aðeins verið að einbeita mér að hraðanum núna í ár. Aðeins að bæta hann. Ég er tiltölulega rólegur yfir þessu. Ég fór í þessa keppni fyrir tveimur árum síðan, veit hvar þetta er og veit út í hvað ég er að fara. Þarf ekkert að vera stressaður fyrir því. Undirbúningurinn snýst dálítið um að bíða bara eftir þessu og hugsa ekkert allt of mikið út í þetta.“ Gaman væri að bæta eigið Íslandsmet upp á 62 hringi. „Núna eru þeir að klára 119 hringi. Ég á rétt yfir helminginn af því. Ég sé því að ég á að geta gert miklu betur út frá því.“
Bakgarðshlaup Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Sjá meira