Cristiano Ronaldo sagður fá 143 milljónir í laun á dag Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2025 23:18 Cristiano Ronaldo hefur skorað næstum því hundrað mörk fyrir Al Nassr. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr og mun því spila áfram á Arabíuskaganum. Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United í lok desember 2022. Hann hefur raðað inn mörkum með félaginu en ekki náð að vinna marga titla. „Nýr kafli að hefjast,“ skrifaði Cristiano Ronaldo á samfélagsmiðla sína. „Sama ástríða, sami draumur. Við skulum skrifa söguna saman,“ bætti hann við. Það kostar Al Nassr vissulega talsverðan pening að halda Portúgalanum hjá liðinu. Hann fékk tvö hundruð milljónir evra á ári í fyrri samningi sínum en er nú sagður fá 400 milljónir evra í árslaun. Hann er orðinn fertugur en var samt að tvöfalda launin sín. Hann var langlaunahæsti knattspyrnumaður heims en hefur nú fáránlega yfirburði þegar kemur að launum. Samkvæmt fréttum frá Sádí-Arabíu þá er Ronaldo að fá milljón evra í laun á dag í nýja samningi sínum eða 143 milljónir íslenskra króna. Hann fær 772 evrur í raun á hverri mínútu sem jafngilda 110 þúsund krónum. Ronaldo hefur verið markahæsti leikmaður sádi-arabísku deildarinnar bæði tímabilin og er kominn með 99 mörk í 111 leikjum með félaginu í öllum keppnum. Tvö ár í viðbót ættu að fara langt með að tryggja honum þúsund mörk á ferlinum sem er eitthvað sem hann dreymir um. Ronaldo er enn að spila með landsliðinu þar sem hann hefur skorað tíu mörk á síðustu tveimur árum og 138 mörk samtals. Ronaldo vantar nú 62 mörk í þúsund mörk í keppnisleikjum á ferlinum því hann hefur skorað 938 mörk í 1281 leik. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport) Sádiarabíski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kalda fagnið Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira
Ronaldo kom til Al Nassr frá Manchester United í lok desember 2022. Hann hefur raðað inn mörkum með félaginu en ekki náð að vinna marga titla. „Nýr kafli að hefjast,“ skrifaði Cristiano Ronaldo á samfélagsmiðla sína. „Sama ástríða, sami draumur. Við skulum skrifa söguna saman,“ bætti hann við. Það kostar Al Nassr vissulega talsverðan pening að halda Portúgalanum hjá liðinu. Hann fékk tvö hundruð milljónir evra á ári í fyrri samningi sínum en er nú sagður fá 400 milljónir evra í árslaun. Hann er orðinn fertugur en var samt að tvöfalda launin sín. Hann var langlaunahæsti knattspyrnumaður heims en hefur nú fáránlega yfirburði þegar kemur að launum. Samkvæmt fréttum frá Sádí-Arabíu þá er Ronaldo að fá milljón evra í laun á dag í nýja samningi sínum eða 143 milljónir íslenskra króna. Hann fær 772 evrur í raun á hverri mínútu sem jafngilda 110 þúsund krónum. Ronaldo hefur verið markahæsti leikmaður sádi-arabísku deildarinnar bæði tímabilin og er kominn með 99 mörk í 111 leikjum með félaginu í öllum keppnum. Tvö ár í viðbót ættu að fara langt með að tryggja honum þúsund mörk á ferlinum sem er eitthvað sem hann dreymir um. Ronaldo er enn að spila með landsliðinu þar sem hann hefur skorað tíu mörk á síðustu tveimur árum og 138 mörk samtals. Ronaldo vantar nú 62 mörk í þúsund mörk í keppnisleikjum á ferlinum því hann hefur skorað 938 mörk í 1281 leik. View this post on Instagram A post shared by GiveMeSport (@givemesport)
Sádiarabíski boltinn Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Kominn með einkaleyfi á kalda fagnið Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Sjá meira