John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2025 12:01 John Andrews var látinn fara sem þjálfari Víkings í gær. Vísir/Anton Brink „Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær. Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“ Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira
Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins „Menn hafa gefið sig 110 prósent í verkefnið“ Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Ólsarar á Laugardalsvöll Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Sjá meira