John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. júní 2025 12:01 John Andrews var látinn fara sem þjálfari Víkings í gær. Vísir/Anton Brink „Þetta kom mér mjög á óvart. Í fyrsta sinn í yfir tuttugu ár var ég spurður út í starf mitt í viðtali eftir leikinn við Þór/KA. Ég sá margt jákvætt í gangi og var virkilega peppaður fyrir því að snúa þessu við,“ segir John Andrews sem var látinn fara sem þjálfari Víkinga í Bestu-deild kvenna í gær. Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“ Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Leikurinn gegn Þór/KA tapaðist fyrir norðan 4-1 á laugardaginn. Liðið er í næst neðsta sæti deildarinnar með sjö stig. Hann hafði verið með liðið síðan 2019 og gerði það að bikarmeisturum árið 2023 þegar Víkingar léku í næst efstu deild. „Það er kannski ekki mitt að segja hvort þetta hafi verið sanngjarnt eða ósanngjarnt. Þetta er bara hluti af fótboltanum og skoðanir mínar skipta í raun ekki máli í því samhengi. Við fórum frá því að vera neðst í Lengjudeildinni yfir í að verða meistarar og svo samkeppnishæft lið í Bestu deildinni. Mér finnst það bara nokkuð gott.“ Hann segir að ekki hafi allt fallið með liðinu á tímabilinu. Usain Bolt með bakpoka „Á sex vikna tímabili kemur í ljós að þrír af mínum mikilvægustu leikmönnum urðu allar óléttar. Ég elska þær allar en þá var þetta í rauninni eins og biðja Usain Bolt að hlaupa hundrað metrana með bakpoka. Þetta gerði verkefnið erfiðara. Það komu líka upp innri áskoranir sem við tókumst á við með reisn og virðingu. Við héldum því öllu utan fjölmiðla, og ég er stoltur af því hversu fagmannlega við tókumst á við þetta. Það er styrkleiki að geta haldið einbeitingu innan hópsins þrátt fyrir erfiðleika.“ John segist hafa viljað fá lengri tíma við liðinu. „Ég sit núna á lestarstöð á leiðinni til fjölskyldu minnar í Cork. Þessir leikmenn eru einhverjir mögnuðustu einstaklingar sem ég hef kynnst. Þegar þú elskar einhvern, þá viltu eyða öllum tíma með þeim. Besti hluti dagsins hjá mér var gefa leikmönnunum fimmu og sjá gleðina sem ríkti á æfingum, með leikmönnum eins og Bergdísi, Kötlu, Birtu, Rakel, Freyju og Emmu, þær vita hvað ég meina. Sá sem tekur við liðinu er að taka við mjög vel þjálfuðum og öguðum hóp, og þarf lítið að breyta. Ég er stoltur af því að geta sagt það. Auðvitað hefði ég viljað meiri tíma. Ég elskaði að vinna með þessum leikmönnum. Það er aðeins einn dagur liðinn og ég sakna þeirra nú þegar.“ En Írinn segir að lífið haldi einfaldlega áfram. „Ég er ekki sorgmæddur yfir því að þessu sé lokið. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að vera hluti af sögu sem verður mögulega aldrei endurtekin. Hjarta mitt er fullt af kærleika og hausinn fullur af þakklæti.“
Besta deild kvenna Víkingur Reykjavík Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira