Enginn Íslendingur á heimsleikunum í fyrsta sinn í sautján ár Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júní 2025 07:02 Oddrún Eik Gylfadóttir, Annie Mist Þórisdóttir, Katrín Tanja Davíðsdóttir, Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir og Björgvin Karl Guðmundsson hafa haldið uppi merkjum Íslands á heimsleikunum undanfarin sautján ár en nú er tími Íslands á leikunum á enda. Vísir Öll sextíu sætin eru nú klár á heimsleikunum í CrossFit því þrjátíu karlar og þrjátíu konur hafa tryggt sér farseðil á heimsmeistaramótið í ár. Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Enginn þeirra sem komst inn er Íslendingur og það þarf að fara meira en einn og hálfan áratug aftur í tímann til að finna síðustu heimsleika án Íslendinga. Anníe Mist Þórisdóttir tók fyrst Íslendinga þátt í heimsleikunum árið 2009 og síðan þá hefur hún eða annar Íslendingur alltaf verið með. Björgvin Karl Guðmundsson var eini Íslendingurinn á heimsleikunum í fyrra en þá endaði langur tími íslensku dætranna á leikunum. Björgvin var þá með á elleftu heimsleikunum í röð en honum tókst að tryggja sig inn á leikana í ár. Annað árið í röð er heldur engin íslensk kona á heimsleikunum. Bæði Bergrós Björnsdóttir og Sara Sigmundsdóttir voru nálægt því að tryggja sig inn á heimsleikana eftir góða frammistöðu í undanúrslitum Evrópu og í undanúrslitum Afríku. Þær þurftu samt báðar að sætta sig við það að missa af heimsleikunum í þetta skiptið. Bergrós hefur keppt í unglingaflokki heimsleikanna síðustu ár en er nú í fyrsta sinn í fullorðinsflokki. Hún kemst vonandi inn á heimsleikana í framtíðinni en það hjálpar hvorki henni né öðrum að CrossFit samtökin hafa fækkað keppendum undanfarin ár. Sara er ekki hætt að reyna og nær vonandi að upplifa drauminn á ný en við vitum ekki framtíðarplön Anníe Mistar Þórisdóttur og þá er Katrín Tanja Davíðsdóttir hætt að keppa í CrossFit. Það eru kynslóðarskipti í gangi hjá okkar besta fólki og á sama tíma varð líka enn erfiðara að komast inn. Keppendum var fækkað úr fjörutíu í þrjátíu milli ára en í staðinn verður enginn niðurskurður á mótinu sjálfu. Miklar breytingar eru á keppendum milli ára og margar stjörnur tóku ekki þátt í undankeppninni eða komust ekki áfram. Af þeim áttatíu sem komust á heimsleikana í fyrra er aðeins fimmtán karla og fimmtán konur á heimsleikunum annað árið í röð. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira