Feneyjabúar æfir yfir glæsibrúðkaupi Bezos Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 23. júní 2025 14:27 Aðgerðasinnar leggjast harðlega gegn brúðkaupi Bezos sem haldið verður á næstu dögum. EPA Jeff Bezos, einn ríkasti maður heims, og Lauren Sanchez unnusta hans skipuleggja þessa dagana þriggja daga brúðkaup í Feneyjum í lok mánaðarins. Fjöldi íbúa borgarinnar mótmælir áætlununum og segir þarfir íbúa þurfa að víkja fyrir ferðamönnum. Mikil leynd liggur yfir brúðkaupinu fyrirhugaða en vitað er að hátíðahöldin munu standa yfir í þrjá daga og um tvö hundruð manns eru á gestalistanum. Þar má samkvæmt heimildum AP meðal annars nefna Katy Perry, Ivönku Trump, Opruh Winfrey og Mick Jagger. Sanchez og Perry skipuðu báðar áhöfn geimfarsins New Shepard, sem braut blað í apríl þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að vera einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir sögðu geimskotið hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum. Farið er í eigu geimflugfélagsins Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Fjöldi feneyskra samtaka, þar á meðal baráttuhópar fyrir bættum fasteignakjörum og aðgerðum í loftslagsmálum hafa tekið höndum saman og efnt til mótmæla vegna brúðkaupsins. Vilja skemma fyrir Mótmælendurnir segja brúðkaupið til marks um viðamikla bresti stjórnvalda í ferðamannamálum. Þeir saka stjórnvöld um að forgangsraða þörfum ferðamanna framar þörfum íbúa. Aðgerðasinnar mótmæla því einnig að Bezos greiði ekki hærri skatta en hann gerir meðan hann auki á loftslagsvána með óumhverfisvænum lifnaðarháttum sínum. Þá hyggjast mótmælendur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að trufla hátíðahöldin, til dæmis með því að tefja umferð um bæði götur og skurði borgarinnar. Fyrr í dag mættu fulltrúar loftslagssamtakanna Greenpeace og „Allir hata Elon“ á Markúsartorg, aðaltorg Feneyja, og breiddu út stærðarinnar dúk sem á stóð „Ef þú getur leigt Feneyjar undir brúðkaupið þitt geturðu borgað hærri skatt.“ Samkvæmt umfjöllun AP voru lögreglumenn fljótir að fjarlægja dúkinn af svæðinu. Ráðamenn jákvæðir Ítalskir og feneyskir embættismenn gagnrýna mótmælin harðlega og bjóða hjónin tilvonandi velkomin til landsins. Þá hefur feneysk umhverfisrannsóknarstofnun að nafni Corila komið Bezos til varnar og bent á loftslagssjóð hans. Stofnunin sjóðinn mikilvægt framlag til umhverfismála. Luigi Brugnaro borgarstjóri Feneyja hefur einnig sagt að hátíðin komi til með að hafa jákvæð áhrif á hagkerfi borgarinnar. Viðburðafyrirtækið Lanza & Baucina Limited sem skipuleggur brúðkaup Bezos og Sanchez hefur einnig komið þeim til varnar og sagt að parið hafi óskað eftir því að truflun á götum borgarinnar vegna brúðkaupsins verði sem minnst, samkvæmt umfjöllun PageSix. Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Mikil leynd liggur yfir brúðkaupinu fyrirhugaða en vitað er að hátíðahöldin munu standa yfir í þrjá daga og um tvö hundruð manns eru á gestalistanum. Þar má samkvæmt heimildum AP meðal annars nefna Katy Perry, Ivönku Trump, Opruh Winfrey og Mick Jagger. Sanchez og Perry skipuðu báðar áhöfn geimfarsins New Shepard, sem braut blað í apríl þegar hún varð sú fyrsta í sögunni til að vera einungis skipuð konum. Margir fögnuðu tímamótunum en aðrir sögðu geimskotið hégómafullt, tilgangslaust og sóun á auðlindum. Farið er í eigu geimflugfélagsins Blue Origin, sem Bezos stofnaði. Fjöldi feneyskra samtaka, þar á meðal baráttuhópar fyrir bættum fasteignakjörum og aðgerðum í loftslagsmálum hafa tekið höndum saman og efnt til mótmæla vegna brúðkaupsins. Vilja skemma fyrir Mótmælendurnir segja brúðkaupið til marks um viðamikla bresti stjórnvalda í ferðamannamálum. Þeir saka stjórnvöld um að forgangsraða þörfum ferðamanna framar þörfum íbúa. Aðgerðasinnar mótmæla því einnig að Bezos greiði ekki hærri skatta en hann gerir meðan hann auki á loftslagsvána með óumhverfisvænum lifnaðarháttum sínum. Þá hyggjast mótmælendur gera það sem í þeirra valdi stendur til þess að trufla hátíðahöldin, til dæmis með því að tefja umferð um bæði götur og skurði borgarinnar. Fyrr í dag mættu fulltrúar loftslagssamtakanna Greenpeace og „Allir hata Elon“ á Markúsartorg, aðaltorg Feneyja, og breiddu út stærðarinnar dúk sem á stóð „Ef þú getur leigt Feneyjar undir brúðkaupið þitt geturðu borgað hærri skatt.“ Samkvæmt umfjöllun AP voru lögreglumenn fljótir að fjarlægja dúkinn af svæðinu. Ráðamenn jákvæðir Ítalskir og feneyskir embættismenn gagnrýna mótmælin harðlega og bjóða hjónin tilvonandi velkomin til landsins. Þá hefur feneysk umhverfisrannsóknarstofnun að nafni Corila komið Bezos til varnar og bent á loftslagssjóð hans. Stofnunin sjóðinn mikilvægt framlag til umhverfismála. Luigi Brugnaro borgarstjóri Feneyja hefur einnig sagt að hátíðin komi til með að hafa jákvæð áhrif á hagkerfi borgarinnar. Viðburðafyrirtækið Lanza & Baucina Limited sem skipuleggur brúðkaup Bezos og Sanchez hefur einnig komið þeim til varnar og sagt að parið hafi óskað eftir því að truflun á götum borgarinnar vegna brúðkaupsins verði sem minnst, samkvæmt umfjöllun PageSix.
Ítalía Brúðkaup Amazon Bandaríkin Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira