Instagram-drottningin mætir Íslandi á EM Sindri Sverrisson skrifar 22. júní 2025 16:32 Alisha Lehmann sinnir aðdáendum sínum og smellir af mynd sem kannski fékk að birtast á Instagram-reikningnum hennar, sem tæplega 17 milljónir manns fylgjast með. Getty/Daniela Porcelli Alisha Lehmann, vinsælasta knattspyrnukona heims á samfélagsmiðlum, er í svissneska landsliðshópnum sem mætir Íslandi á EM sem hefst eftir tíu daga. Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira
Svisslendingar verða á heimavelli á mótinu og hafa tekið sér góðan tíma í að kynna EM-hópinn sinn fyrir svissnesku þjóðinni. Búinn var til eins konar ratleikur þar sem stuðningsmenn gátu leitað að treyjum landsliðskvenna sem eru í hópnum, og fengið sína eigin treyju í fundarlaun. Þannig hefur hópurinn verið að skýrast síðustu daga og síðustu tvö nöfnin verða opinberuð í fyrramálið. Það er þó þegar ljóst að Lehmann verður í hópnum sem sænski reynsluboltinn Pia Sundhage hefur nú valið. „Gæti ekki verið ánægðari með að fá að vera fulltrúi minnar þjóðar á EM, ég er svo þakklát fyrir þetta tækifæri,“ skrifaði Lehmann á Instagram, þar sem hún er með 16,7 milljónir fylgjenda. View this post on Instagram A post shared by Alisha Lehmann (@alishalehmann7) Til samanburðar eru Sveindís Jane Jónsdóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir líklega vinsælastar íslensku landsliðskvennanna á Instagram, með um 70 þúsund fylgjendur hvor. Lehmann var ekki í svissneska hópnum í leikjunum við Ísland í Þjóðadeildinni, í febrúar og apríl, þegar liðin gerðu 0-0 jafntefli í Sviss og 3-3 jafntefli í Laugardal. Hún spilaði hins vegar í 4-0 tapi gegn Frökkum og 1-0 tapi gegn Noregi um síðustu mánaðamót og hefur nú fengið sæti í EM-hópnum. „Við skulum gera svissnesku þjóðina stolta og sýna hve mikið fótbolti kvenna er að stækka. Við erum Sviss,“ skrifaði Lehmann á Instagram. Alisha Lehmann verður í svissneska hópnum sem mætir Íslandi 6. júlí.Getty/Daniela Porcelli Tók fram úr Morgan fyrir tveimur árum Það var árið 2023 sem að Lehmann tók fram úr hinni bandarísku Alex Morgan sem vinsælasta knattspyrnukonan á Instagram. Hún lék sinn fyrsta landsleik árið 2017. Lehmann er einnig leikmaður Juventus á Ítalíu og var áður í sambandi við leikmann karlaliðs félagsins, Douglas Luiz, en þau slitu sambandinu í vor. Leikur Íslands við Sviss er leikur tvö hjá stelpunum okkar á mótinu. Þær byrja á leik við Finnland 2. júlí og spila svo við Sviss 6. júlí og loks Noreg 10. júlí. Tvö þessara liða komast svo áfram í 8-liða úrslit.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Fleiri fréttir Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Sjá meira