Lárus sagði leikmenn ÍA hætta og stjórnendur sofa á verðinum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 14:16 Lárus Orri Sigurðsson hefur síðustu misseri getið sér gott orð sem sérfræðingur í sjónvarpi en snýr nú aftur í þjálfun. Sýn Sport „Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla,“ sagði Lárus Orri Sigurðsson í Stúkunni á mánudagskvöld, þegar rætt var um þjálfaramálin hjá ÍA. Nú hefur hann verið ráðinn þjálfari liðsins. Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega. Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Lárus Orri var óvænt tilkynntur sem næsti þjálfari ÍA í dag en hann mun taka við liðinu eftir leikinn við Stjörnuna í Bestu deildinni á morgun, og stýra því út tímabilið. Það hefur óhjákvæmilega áhrif á störf hans fyrir Stúkuna á Sýn Sport, þar sem Lárus hefur getið sér gott orð sem sérfræðingur um íslenska boltann. Þeir Albert Brynjar Ingason hafa myndað stórskemmtilegt par og voru einmitt í settinu hjá Guðmundi Benediktssyni á mánudagskvöld, sama dag og Jón Þór Hauksson var látinn taka pokann sinn hjá ÍA. Umræðu þeirra um ákvörðun forráðamanna ÍA, og Skagaliðið sem er neðst í Bestu deildinni og hafði tapað 4-1 gegn Aftureldingu á sunnudaginn, má sjá hér að neðan. „Það á eftir að koma í ljós hvort þetta hafi verið það rétta í stöðunni eða ekki. En þetta er búið að vera rosalega erfitt. Það er ekki nóg með að þeir séu neðstir í deildinni og gengið mjög illa heldur hafa þeir verið að tapa leikjum mjög illa,“ sagði Lárus um Skagaliðið á mánudaginn. ÍA hefur nefnilega tapað nokkuð stórt í sumum leikjum í sumar; 5-0 gegn KR, 5-1 gegn Val, 3-0 gegn ÍBV og 4-1 gegn Aftureldingu. „Það sem maður hefur verið að sjá, ekki bara [gegn Aftureldingu] heldur fyrr á tímabilinu er að þeir hætta. Hálfpartinn gefast upp,“ sagði Lárus og hélt áfram: „Maður sér það. Það er alveg áþreifanlegt hjá liðinu að trúin hverfur. Auðvitað er það þannig að ef það gengur illa hjá liðum þá fer sjálfstraustið, en þetta er búið að vera gríðarlega erfitt.“ ÍA hefur fengið á sig 28 mörk í fyrstu 11 umferðunum í ár en fékk aðeins 31 mark á sig í 22 umferðum í fyrra, áður en deildinni var skipt upp. Segja má að hrunið hafi því verið algjört og stjórnendur sáu ekki annan kost en að láta Jón Þór fara: „Ég held að þetta hafi verið óumflýjanlegt. Ef maður hugsar um það og skoðar stöðuna á liðinu,“ sagði Lárus. Sagði stjórnendur ÍA hafa verið sofandi í vetur Guðmundur velti upp þeirri spurningu hvort að Jóhannes Karl Guðjónsson, sem nú þjálfar í Danmörku, myndi taka við ÍA á nýjan leik en Lárus, sem mögulega vissi meira en aðrir, taldi það ólíklegt: „Mér fyndist það skrýtið. Hann var þarna áður en hann varð aðstoðarþjálfari landsliðsins og manni fannst þetta komið undir lok hjá honum með Skagann þá. Þá var hann búinn að vera þónokkur ár með þeim og kláraði tímabilið áður á því að bjarga þeim frá falli með 3-2 sigri í Keflavík í síðasta leik. Það kæmi mér á óvart ef þeir myndu fara aftur í Jóa Kalla.“ Lárus sagði einnig um sína nú nýju vinnuveitendur, í umræðu um leikmannamál ÍA, að þeir hefðu „klárlega verið svolítið sofandi“ á félagaskiptamarkaðnum í vetur. Það styttist einmitt í opnun félagaskiptagluggans á ný, um miðjan júlí: „Það er mikið sem þarf að gera í þessum hópi,“ sagði Albert og nú er sú vinna komin á herðar hans kæra fyrrverandi kollega.
Besta deild karla ÍA Stúkan Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn fer ekki á loft Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjá meira
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn