Gæti gerst hratt hjá ÍA en varaplanið er klárt Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2025 09:32 Jón Þór Hauksson er hættur með ÍA og spurning hver tekur við. Jóhannes Karl Guðjónsson hefur helst verið nefndur til sögunnar og Gunnar Heiðar Þorvaldsson einnig orðaður við félagið. Samsett/Vísir „Þetta er bara í vinnslu,“ segir Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, um leitina að nýjum þjálfara meistaraflokks karla hjá félaginu eftir viðskilnaðinn við Jón Þór Hauksson. Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík. ÍA Besta deild karla Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira
Tilkynnt var um brotthvarf Jóns Þórs á mánudaginn. Athygli vakti að það skyldi gerast strax eftir fyrsta leik að loknu hálfs mánaðar hléi í Bestu deildinni vegna landsleikja. ÍA tapaði 4-1 fyrir Aftureldingu á sunnudaginn og er aðeins með níu stig eftir ellefu umferðir, á botni Bestu deildarinnar sem þó er afar jöfn í ár. Næsti leikur ÍA er á heimavelli gegn Stjörnunni annað kvöld en verður þá kominn nýr þjálfari í brúna? „Mögulega en það er ekki víst. Við erum að vinna í málinu og hlutirnir geta gerst hratt ef að menn ná lendingu,“ sagði Eggert við Vísi í gær. Ef hlutirnir gerast hins vegar ekki nógu hratt þá er varaplanið klárt og munu þeir Dean Martin og Aron Ýmir Pétursson, sem voru aðstoðarmenn Jóns Þórs, stýra Skagaliðinu ásamt reynsluboltanum Stefáni Þórðarsyni sem þjálfar 2. flokk félagsins. Þannig verður staðan þar til að nýr þjálfari verður ráðinn, að sögn Eggerts. Þarf að semja til að losa Jóa Kalla eða Gunnar Heiðar Skagamaðurinn Jóhannes Karl Guðjónsson, sem stýrði ÍA á árunum 2018-21 en var svo ráðinn aðstoðarlandsliðsþjálfari, hefur einna helst verið orðaður við starfið. Jói Kalli er hins vegar þjálfari AB í Gladsaxe, úthverfi Kaupmannahafnar, sem hafnaði í 4. sæti dönsku C-deildarinnar á nýafstaðinni leiktíð. Ljóst er að ÍA þyrfti því að ná samkomulagi við AB til að fá hann til starfa sem samkvæmt upplýsingum Vísis er ekki svo auðsótt mál. Eggert vildi ekki svara því hvort ÍA væri að reyna að fá Jóa Kalla aftur til starfa: „Ég get ekki tjáð mig um einstaka þjálfara að svo stöddu. Þetta er allt bara trúnaðarmál eins og stendur. Við höfum verið að skoða nokkra kosti,“ sagði Eggert. Gunnar Heiðar Þorvaldsson hefur einnig verið nefndur til sögunnar en hann hefur verið að gera afar góða hluti með Njarðvík sem er í næstefsta sæti Lengjudeildarinnar. Ljóst er að ÍA þyrfti að sama skapi að ná samkomulagi við Njarðvíkinga til að geta fengið Gunnar Heiðar sem býr ásamt fjölskyldu sinni á Akranesi. Þrír synir hans æfa með ÍA, þar á meðal einn í meistaraflokki, hinn 16 ára Gabríel Snær. Gunnar Heiðar sagði í viðtali við Fótbolta.net í gærkvöld, eftir 1-1 jafntefli Njarðvíkur við Leikni, að hann hefði ekkert heyrt í forráðamönnum ÍA og væri að einbeita sér að starfi sínu hjá Njarðvík.
ÍA Besta deild karla Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Öruggur sigur City Enski boltinn Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Fleiri fréttir Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Sjá meira