Botafogo vann og hélt hreinu gegn PSG Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. júní 2025 08:30 PSG kom jöfnunarmarki í netið en það fékk ekki að standa og Botafogo slapp með sigur. Harry How/Getty Images Nýkrýndir Evrópumeistarar Paris Saint-Germain töpuðu nokkuð óvænt í nótt, 1-0 gegn Suður-Ameríkumeisturum Botafogo, í leik liðanna á heimsmeistaramóti félagsliða. Botafogo varð þar með eitt af aðeins sex liðum til að halda hreinu gegn stórskotaliði PSG á tímabilinu. PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle. HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
PSG var frá upphafi til enda mun meira með boltann en fékk á sig mark eftir að hafa tapað honum á slæmum stað undir lok fyrri hálfleiks. Igor Jesus fékk boltann skyndilega í fætur, skaut að marki og smá snerting varnarmanns hjálpaði til við að stýra boltanum framhjá markmanninum. This Celebration was absolute GOLD by Jesus Igor Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/XtZVeg5O9t— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Í seinni hálfleik herjaði PSG af enn meiri krafti að marki Botafogo, sem varðist með kjafti og klóm. PSG tókst svo að setja boltann í netið í tuttugasta sinn í síðustu fimm leikjum, en markið fékk ekki að telja vegna rangstöðu í aðdragandanum. Botafogo-menn prísuðu sig sæla og héldu út eftir það, þar til lokaflautið gall og 1-0 sigur varð niðurstaðan. Absolute scenes at full-time! 😱🔥Botafogo celebrate a stunning upset over PSG in the FIFA Club World Cup 🙌🏾Catch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every game. Free. | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld pic.twitter.com/yEMFO8i7Xx— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Þetta var í fyrsta sinn í sögunni sem liðin tvö mætast og Botafogo varð eitt af fáum liðum til að halda marki sínu hreinu gegn PSG á tímabilinu. Síðasti leikur sem PSG tókst ekki að skora í var gegn Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar þann 5. mars. Í heildina hafði aðeins fimm liðum tekist að halda hreinu í leik gegn PSG á tímabilinu. PSG: 70%+ possessionBotafogo: The win.Sometimes it’s not about how much you have — it’s what you do with it 🔥Watch the @FIFACWC | June 14 - July 13 | Every Game | Free | https://t.co/i0K4eUtwwb | #FIFACWC #TakeItToTheWorld #PSGBOT pic.twitter.com/seBhcExs0h— DAZN Football (@DAZNFootball) June 20, 2025 Botafogo er því í efsta sæti B-riðilsins með fullt hús stiga en PSG í öðru sæti með þrjú stig og betri markatölu en Atlético Madrid sem er í þriðja sæti, einnig með þrjú stig. Seattle Sounders sitja neðstir, stigalausir. Í lokaumferðinni dugir PSG að vinna Seattle til að tryggja sig áfram. Til að forðast heimför þarf Atlético hins vegar að vinna Botafogo með þremur mörkum eða meira, eða treysta á að PSG tapi stigum gegn Seattle.
HM félagsliða í fótbolta 2025 Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn