„Þetta var leikur smáatriða“ Hinrik Wöhler skrifar 19. júní 2025 23:05 Þjálfarar Aftureldingar, Enes Cogic og Magnús Már Einarsson, ráða ráðum sínum á hliðarlínunni. Vísir/Diego Afturelding féll úr leik í Mjólkurbikarnum í kvöld eftir tap gegn Fram í 8-liða úrslitum. Magnús Már Einarsson, þjálfari Aftureldingar, hafði sett stefnuna á að fara lengra með liðið í keppninni en þurfti að sætta sig við tap á heimavelli. „Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum. Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira
„Þetta var jafn leikur og hefði getað farið í báðar áttir. Fyrsta markið skipti miklu máli í þessum leik og Framarar náðu því og vörðust vel eftir það. Þetta er pirrandi, við hefðum viljað fara lengra í þessari keppni en það var ekki í dag,“ sagði Magnús Már skömmu eftir leik. Framarar skoruðu eina mark leiksins á 68. mínútu og vörðust vel sem eftir lifði leiks. Magnús segir að það hafi vantað kraft í sóknarleik Mosfellinga undir lok leiks gegn sterkri vörn Framara. „Þeir eru með öfluga og fjölmenna vörn. Þegar þeir ná þessu fyrsta marki, drepa þeir leikinn. Þeir gera það vel og verjast vel, ég hefði vilja sjá aðeins meiri orku í okkur í lokin en náðum ekki að þjarma nægilega mikið að þeim. Tempóið dó niður, þeir gera vel að drepa leikinn og sigldu þessu í höfn.“ Fyrri hálfleikur var jafn og voru Mosfellingar óheppnir undir lok fyrri hálfleiks þegar Aron Jónsson átti fast skot sem endaði í þverslánni. Magnús segir að það hafi vantað herslumuninn í dag. „Þeir eru ofan á í seinni hálfleik eftir jafnan fyrri hálfleik. Þetta var leikur smáatriða, við eigum skot í slána og niður undir lok fyrri hálfleiks og þá yrði þetta allt annað leikur í seinni hálfleik. Fyrsta markið skipti miklu máli í dag og það skildi á milli.“ Stigu upp í fjarveru lykilleikmanna Afturelding var án lykilleikmanna í kvöld og þar á meðal voru Elmar Kára Cogic og Axels Óskars Andréssonar ekki með í kvöld. Magnús Már hrósaði leikmönnum sínum sem stigu upp í fjarveru þeirra. „Auðvitað söknuðum við alltaf sterkra leikmanna en þeir sem komu inn fyrir þá stóðu sig mjög vel. Við erum með öfluga liðsheild og menn til að koma inn þannig það var ekkert út á það að setja.“ „Þeir stóðu sig mjög vel. Aron [Jónsson] kom vel með Gunna [Gunnari Bergmanni Sigmarssyni] í vörnina og Baddi [Bjarni Páll Runólfsson] í hægri bakverðinum var mjög flottur, góð innkoma hjá þeim. Það sýnir að við höfum öfluga menn og höfum góðan og breiðan hóp. Við getum brugðist við ef við lendum í skakkaföllum,“ bætti Magnús við. Reynt aftur að ári Afturelding hefur aldrei náð í undanúrslit í bikarkeppninni og sá Magnús Már þetta sem gullið tækifæri að skrifa nýjan kafla í sögu félagsins. Hins vegar verður ekki úr því í ár og þarf þjálfarinn að reyna á ný á nýju tímabili. „Pirrandi að fara ekki lengra í ár, við höfum aldrei farið í 8-liða úrslit áður og hefði viljað fara enn þá lengra og fara í undanúrslit en það verður að bíða á næsta ári,“ sagði Magnús að lokum.
Afturelding Mjólkurbikar karla Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Sjá meira