„Mætum einu besta liði landsins“ Sindri Sverrisson skrifar 18. júní 2025 13:32 Vestramenn hafa verið á miklu flugi í sumar. vísir/Anton Sigurður Heiðar Höskuldsson og lærisveinar hans í Þór þurfa að finna leiðir til að stöðva „eitt besta lið landsins“ í dag þegar Þórsarar sækja Vestra heim í 8-liða úrslitum Mjólkurbikars karla í fótbolta. Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30. Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Vestramenn hafa átt stókostlegt tímabil hingað til og eru aðeins fjórum stigum frá toppsæti Bestu deildarinnar, með 19 stig eftir 11 umferðir. Þeir ætla sér svo að slá út Lengjudeildarlið Þórs í dag og komast þannig í undanúrslit Mjólkurbikarsins en ekki ef Sigurður og hans menn fá einhverju ráðið. „Við erum að fara að mæta einu besta liði landsins, og einu best skipulagða liðinu. Þetta er mjög verðugt verkefni fyrir okkur,“ sagði Sigurður í dag við íþróttadeild Sýnar og hélt áfram: „Þeir eru búnir að fá á sig sjö mörk í deildinni, svo að varnarleikurinn þeirra er mjög sterkur. Hins vegar ættu þeir kannski að vera búnir að fá aðeins fleiri mörk á sig heldur en þeir hafa fengið. Tölfræðin sýnir það. Við þurfum því að vera aðeins meira „clinical“ fyrir framan markið heldur en liðin í efstu deild hafa verið á móti þeim. Við munum reyna að særa þá.“ Sigurður Höskuldsson er þjálfari Þórsara.Skjáskot Sigurður var í Hrútafirði og á leið vestur þegar rætt var við hann í morgun. Hann þekkir ágætlega til fyrir vestan eftir að hafa spilað með Bolungarvík árið 2005. „Ég átti frábært sumar á Bolungarvík 2005 þannig að því fylgja klárlega hlýjar tilfinningar að fara vestur,“ sagði Sigurður. Leikmenn hans eru ekki síður spenntir enda aðeins tveimur leikjum frá bikarúrslitaleik. Þurfa að trompa stemninguna í liði Vestra „Ég held að það sé mjög mikilvægt að það verði stemning í Þórsliðinu og mér líður eins og það sé þannig. Vestraliðið er búið að fara þetta svolítið áfram á stemningu og góðri liðsheild, sem sést á vellinum, og við þurfum einhvern veginn að reyna að trompa það með stemningu í okkar liði. Miðað við hvernig menn voru á æfingu í gær og slíkt þá held ég að það sé góður möguleiki á því, og að við getum gert eitthvað fyrir vestan,“ sagði Sigurður. Ibrahima Balde missir af því að mæta sínum gömlu liðsfélögum fyrir vestan því hann er í leikbanni, líkt og Aron Ingi Magnússon. Þá verða Vestramenn án Jeppe Pedersen sem tekur út leikbann. „Það hefur sín áhrif og við leggjum leikinn aðeins öðruvísi upp þegar þeir [Aron og Balde] eru ekki með. En það kemur maður í manns stað. Einhverjir meiddir og smá skörð höggvin í liðið en það stíga þá aðrir upp og fá tækifærið. Þetta breytir aðeins leikstílnum en ekki þannig að okkar einkenni muni ekki sjást í dag,“ segir Sigurður. Leikur Vestra og Þórs hefst klukkan 17:30.
Mjólkurbikar karla Vestri Þór Akureyri Mest lesið Látinn eftir höfuðhögg í leik Enski boltinn „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Íslenski boltinn Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Íslenski boltinn Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Fleiri fréttir Sjáðu brotið sem Blikar eru brjálaðir yfir Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 3-0 | Þægilegt hjá Þór/KA Úr svartnætti í sólarljós „Mjög ljót meiðsli eftir slæma og óþarfa tæklingu“ Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 3-2 | Dramatík í Dalnum Uppgjörið: FH - Valur 1-1 | Allt jafnt og Blikar nær titli Spilaði fyrsta leikinn í tvö ár: „Er í gervigrasskóm og hef ekki snert gras síðan 2023“ Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | Stjarnan vann sanngjarnt og titillinn bíður betri tíma Íslenski boltinn