Leikmenn sænska kvennalandsliðsins slógust á æfingu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. júní 2025 09:04 Rosa Kafaji og Emma Kullberg voru aðeins og kappsamar á æfingu sænska landsliðsins en gerðu ekki nóg til að vinna sér sæti í EM-hópnum. Getty/ Alex Burstow Það gengur stundum ýmislegt á þegar sænska kvennalandsliðið kemur saman og það kemur vel í ljós í heimildaþáttum um leið sænska liðsins á Evrópumótið í Sviss. Sænska ríkisútvarpið hefur fengið að fylgjast með sænska liðinu sem er á leið á EM í næsta mánuði eins og íslensku stelpurnar. Í þáttunum má sjá hvernig landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson tók á því þegar leikmenn hans fóru að slást á æfingu. „Í alvörunni stelpur, þetta er algjört rugl,“ sagði Peter Gerhardsson. Aftonbladet segir frá. Hann var þar að tala til þeirra Rosu Kafaji og Emmu Kullberg sem fóru á slást á æfingu fyrir leik í undankeppninni. Rosa Kafaji er 21 árs framherji sem spilar með Arsenal en Emma Kullberg er 33 ára varnarmaður sem spilar með Juventus á Ítalíu. Það er því tólf ára aldursmunur á þeim. „Ef ég þarf að vara ykkur í annað skiptið þá farið þið í bann. Þið getið ekkert kennt hvorri annarri um hér. Í þessu tilfelli þá eru þetta tvö gul spjöld,“ sagði Gerhardsson. Þær sökuðu hvor aðra um að vera toga í sig sem varð til þess að þær fóru að slást. „Mér fannst hún vera að toga í mig og það er ekkert dæmt. Ég hefði ekki gert þetta í leik, vildi bara sýna það hversu rangt þetta var,“ sagði reynsluboltinn Emma Kullberg. Landsliðsþjálfarinn hafði samt lúmskt gaman af því að leikmennirnir væru að takast vel á og að þeim væri ekki saman. „Þú þarft að vera á tánum. Svoleiðis er það bara. Ég vil frekar vera með leikmenn sem eru á brúninni heldur en leikmenn sem eru alveg sama,“ sagði Gerhardsson í heimildarþáttunum. Þetta hefur þó haft einhver áhrif því hann valdi síðan hvoruga þeirra í EM-hópinn sinn. Það má sjá þáttinn með því að smella hér. EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Sænska ríkisútvarpið hefur fengið að fylgjast með sænska liðinu sem er á leið á EM í næsta mánuði eins og íslensku stelpurnar. Í þáttunum má sjá hvernig landsliðsþjálfarinn Peter Gerhardsson tók á því þegar leikmenn hans fóru að slást á æfingu. „Í alvörunni stelpur, þetta er algjört rugl,“ sagði Peter Gerhardsson. Aftonbladet segir frá. Hann var þar að tala til þeirra Rosu Kafaji og Emmu Kullberg sem fóru á slást á æfingu fyrir leik í undankeppninni. Rosa Kafaji er 21 árs framherji sem spilar með Arsenal en Emma Kullberg er 33 ára varnarmaður sem spilar með Juventus á Ítalíu. Það er því tólf ára aldursmunur á þeim. „Ef ég þarf að vara ykkur í annað skiptið þá farið þið í bann. Þið getið ekkert kennt hvorri annarri um hér. Í þessu tilfelli þá eru þetta tvö gul spjöld,“ sagði Gerhardsson. Þær sökuðu hvor aðra um að vera toga í sig sem varð til þess að þær fóru að slást. „Mér fannst hún vera að toga í mig og það er ekkert dæmt. Ég hefði ekki gert þetta í leik, vildi bara sýna það hversu rangt þetta var,“ sagði reynsluboltinn Emma Kullberg. Landsliðsþjálfarinn hafði samt lúmskt gaman af því að leikmennirnir væru að takast vel á og að þeim væri ekki saman. „Þú þarft að vera á tánum. Svoleiðis er það bara. Ég vil frekar vera með leikmenn sem eru á brúninni heldur en leikmenn sem eru alveg sama,“ sagði Gerhardsson í heimildarþáttunum. Þetta hefur þó haft einhver áhrif því hann valdi síðan hvoruga þeirra í EM-hópinn sinn. Það má sjá þáttinn með því að smella hér.
EM 2025 í Sviss Sænski boltinn Mest lesið Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ Íslenski boltinn „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Íslenski boltinn Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn Donnarumma skilinn eftir heima Enski boltinn Tap setur Ísland í erfiða stöðu Handbolti Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Sjá meira
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn
Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Íslenski boltinn