Leita arftaka Jóns Þórs: „Hann tók þessu með mikilli reisn“ Sindri Sverrisson skrifar 16. júní 2025 11:49 Jón Þór Hauksson tók við ÍA snemma árs 2022 eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson hætti með liðið til að gerast aðstoðarlandsliðsþjálfari. vísir/Diego Skagamenn töldu sér þann kost einn nauðugan að skipta um þjálfara vegna afar slæmrar stöðu ÍA í Bestu deild karla í fótbolta. Eggert Herbertsson, formaður Knattspyrnufélags ÍA, segir Jón Þór Hauksson hafa verið sammála því og að nú fari vinna á fullt við að finna arftaka hans. ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert. Besta deild karla ÍA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
ÍA greindi frá því í dag að Jón Þór væri hættur störfum en hann skilur við liðið á Botni Bestu deildarinnar, með níu stig eftir ellefu umferðir og markatöluna 13-28. Það er mikil breyting frá síðustu leiktíð þegar Jón Þór var afar nálægt því að stýra ÍA í Evrópusæti en liðið hafnaði þá í 5. sæti. „Þetta er svo sem ekki mjög flókið. Árangur liðsins hefur verið langt undir væntingum. Við í stjórninni, ásamt þjálfara, vorum sammála um að það þyrfti að gera þessar breytingar, til þess að reyna að rífa okkur aðeins í gang,“ sagði Eggert við íþróttadeild Sýnar í morgun. „Þetta gerist allt mjög hratt“ Ekki var að heyra á Jóni Þór að hann hygðist hætta, í viðtölum eftir 4-1 tapið gegn Aftureldingu í gærkvöld, þó að hann viðurkenndi að hann væri áhyggjufullur. Aðspurður hver hefði átt frumkvæðið að því að leiðir skildu svaraði Eggert: „Þetta var bara samtal okkar á milli og aðilar sammála um að þetta væri rétt niðurstaða að svo stöddu. Báðir aðilar telja best að leiðir skilji núna og að við reynum að koma okkur á rétta braut.“ Leit að nýjum þjálfara er nú hafin en þó aðeins „mjög óformlega og mjög lítið. Við erum aðeins búnir að fara yfir hvaða valkostir eru mögulegir. Sú vinna fer núna í gang á fullu. Þetta gerist allt mjög hratt,“ sagði Eggert. Hann segir síðustu samtöl við Jón vissulega hafa verið erfið enda um að ræða grjótharðan Skagamann og það breytist ekki: „Þau [samtölin] voru bara mjög uppbyggileg og góð miðað við aðstæður. Hann tók þessu með mikilli reisn. Jón Þór er búinn að standa sig frábærlega og það hefur verið gríðarlega gott að vinna með honum. Hann er frábær þjálfari, frábær einstaklingur, og við erum mjög þakklátir fyrir hans framlag til félagsins. En því miður var þetta bara ekki að ganga núna. Hann er grjótharður Skagamaður og stuðningsmaður liðsins, og ég veit að hann óskar félaginu alls hins besta í framhaldinu,“ sagði Eggert.
Besta deild karla ÍA Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira