„Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. júní 2025 08:02 Lando Norris gerði svakaleg mistök sem kostuðu hann og McLaren dýrmæt stig í Kanada. Norris baðst strax afsökunar og kallaði akstur sinn heimskulegan. Getty/Jared C. Tilton Lýsendurnir í formúlu 1 trúði varla því sem þeir heyrðu og sáu í dramtískum tíunda kappastkri tímabilsins. Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn) Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Kristján Einar Kristjánsson og Bragi Þórðarson lýstu Kanadakappakstrinum í gær þegar bílar liðsfélaganna hjá McLaren-Mercedes lentu saman. Oscar Piastri og Lando Norris eru í tveimur efstu sætunum í heimsmeistarakeppni ökumanna en Norris kláraði ekki Kanadakappaksturinn í gær. Hann var líka nánast búinn að eyðileggja kappaksturinn líka fyrir liðsfélaga sínum Piastri. Norris reyndi að troða sér fram úr Piastri þegar fjórir hringir voru eftir. Það fór ekki betur en að Norris keyrði aftan á bíl Piastri. Á Pittinum má sjá þá Kristján Einar og Braga og lýsa keppninni þegar þessi árekstur var. „Lando Norris keyrði aftan á hann. Þetta var alltaf að fara að gerast. Lando Norris er út úr keppninni,“ sagði Kristján Einar. „Norris hefði getað tekið þá báða út þarna,“ sagði Bragi. Þeir fengu síðan að sjá endursýninguna. „Norris var að reyna að troða sér í pláss sem var ekki til. Það hlaut að koma að þessu,“ sagði Kristján. Norris var úr leik en Piastri gat klárað keppnina og tryggt sér fjórða sætið. Það má sjá þá viðbrögð þeirra félaga við árekstrinum sem og við því sem Lando Norris sagði strax á eftir. Norris baðst strax afsökunar og sagði þetta hefði verið heimskulegt hjá sér. „Þetta, Bragi Þórðarson, hef ég aldrei á ævinni minni heyrt kappakstursökumann segja áður,“ sagði Kristján Einar eftir afsökunarbeiðni Norris. „Hvað þá kappakstursmann sem er að keppa um heimsmeistaratitilinn í formúlu 1,“ sagði Bragi. Það má sjá þetta allt saman hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Pitturinn (@pitturinn)
Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira