Jón Gnarr heiðursgestur á Breiðholtsslag í fótbolta Sindri Sverrisson skrifar 13. júní 2025 16:00 Jón Gnarr verður á meðal stuðningsmanna ÍR í kvöld. VÍSIR/VILHELM Nýjasti stuðningsmaður ÍR í fótbolta, ekki knattspyrnu, er alþingismaðurinn og skemmtikrafturinn Jón Gnarr. Af því tilefni verður hann heiðursgestur á Breiðholtsslagnum í Lengjudeild karla í kvöld. ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig. Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
ÍR-ingar hafa blásið á spár sérfræðinga, sem settu þá í 7. sæti, og eru á toppi Lengjudeildarinnar eftir sjö umferðir. Þeir hafa ekki tapað einum einasta leik, aðeins fengið á sig fjögur mörk, og safnað fimmtán stigum. Þeir eru tveimur stigum fyrir ofan Njarðvík og fjórum fyrir ofan HK, Þór og Þrótt. Liðinu bættist svo stuðningur á dögunum þegar Jón, fyrrverandi borgarstjóri, tilkynnti á Facebook að hann væri orðinn ÍR-ingur. Áríðandi tilkynning um fótbolta !Posted by Jón Gnarr on Miðvikudagur, 4. júní 2025 „Ég hef í nokkurn tíma verið að leita mér að íslensku fótboltafélagi til að halda með. Hingað til hef ég haldið með öllum og engum en nú ætla ég að breyta því. Ég er búinn að velja mér lið,“ sagði Jón í tilkynningu sinni þar sem hann ítrekaði jafnframt óánægju sína með orðið „knattspyrna“. „Það sem hefur helst truflað mig varðandi fótbolta er þessi tilhneiging Íslendinga til að kalla fótbolta knattspyrnu. Þetta orð er komið frá Bjarna Jónssyni frá Vogi sem fann upp þetta nýyrði 1910 og mér leiðist þetta. Þetta knattþeytispyrnutal… Þetta er bara fótbolti fyrir mér. Mér finnst það bara eðlilegt mál og hitt eitthvað skrýtið,“ segir Jón sem af þessum sökum gat ekki haldið með sumum öðrum liðum í Reykjavík: „Ég er fæddur og uppalinn í Fossvoginum og eina fótboltaliðið sem ég hef nokkurn tímann æft með er Víkingur. Þess vegna væri eðlilegt kannski fyrir mig að halda með Víkingum en ég get það ekki vegna þess að þó Víkingur sé töff nafn þá heitir það „Knattspyrnufélagið Víkingur“. Það gengur ekki fyrir mig,“ sagði Jón. Hann hefði einnig getað orðið Valsari eftir að hafa leikið gríðarmikinn Valsara í Íslenska Draumnum á sínum tíma og þá hefði hann búið í Vesturbænum í um þrjátíu ár og því lægi kannski beinast við að hann yrði KR-ingur. En Valur og KR eru „knattspyrnufélög“. „Ég er búinn að finna eitt lið sem ég get sannarlega haldið með og það er ÍR! Ég get haldið með ÍR vegna þess að ÍR heitir bara „Íþróttafélag Reykjavíkur“. Ekkert knattspyrnu neitt. Hér með tilkynnist það að ég er ÍR-ingur. Áfram ÍR!“ sagði Jón. Þetta hefur vakið ánægju annarra ÍR-inga sem nú hafa fengið Jón sem heiðursgest í kvöld og minna fólk jafnframt á að leikið sé í fótbolta en ekki knattspyrnu. ÍR-ingar mæta Leiknismönnum sem hafa verið að komast á flug eftir að Ágúst Gylfason tók við liðinu og unnið tvo leiki í röð. Þeir sitja í 9. sæti með sjö stig.
Lengjudeild karla ÍR Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Fótbolti Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Körfubolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Fótbolti Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjör: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Uppgjör: Stjarnan - Tindastóll 3-0 | Hoppa upp í efri hlutann eftir sannfærandi sigur Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka „Ég var í smá sjokki“ Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn