Fróun í beinni útsendingu og uppruni FM-hnakkans Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 13. júní 2025 10:59 Svali rifjaði upp tímann á FM957 í viðtali í Brennslunni í morgun og deildi eftirminnilegum atvikum úr starfinu. Sigvaldi Kaldalóns, betur þekktur sem Svali, er einn af þekktustu útvarpsmönnum landsins. Hann hóf feril sinn á FM957 árið 1991 og starfaði þar samfleytt í 21 ár. Í tilefni 36 ára afmælis stöðvarinnar í dag rifjaði Svali upp minningar og óþægileg atvik í viðtali við Egil Ploder og Rikka G í morgunþættinum Brennslan. Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan: FM957 Tímamót Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira
Svali minntist sérstaklega á þá tíma þegar útvarpsþættir þurftu að vekja athygli á ögrandi hátt. „Við þurftum alltaf að vera með eitthvað sjokkerandi. Kynferðisleg umfjöllun var hluti af því,“ segir hann og bætir við að eitt sinn hafi þeir ákveðið að fá einhvern til að fróa sér í beinni útsendingu. „Reglurnar voru þannig að þau fengu að hita sig upp. Gaurinn guggnaði á þessu, en konan sagðist vera til í þetta. Við breyttum reglunum og hún þurfti að klára þetta undir sextíu sekúndum og fékk í staðinn að fara út að borða og eitthvað slíkt. Við létum hana setjast í stól og útbjuggum svona tjald sem við settum á míkrafónstanda, þannig að það sást í höfuðið á henni. Þetta voru erfiðustu 52 sekúndur sem ég hef upplifað í útvarpi,“ segir Svali. FM hnakkar með strípur Rikki G spyr Svala hvort hann viti hvaðan orðið „FM-hnakki“ komi, enda er það enn fast í orðaforða þjóðarinnar. Hugtakið hefur í gegnum tíðina verið notað um ákveðinn hóp fólks með sérkennilegan útlitsstíl, oft með strípur í hárinu, sem tengdist útvarpsstöðinni FM957 og varð með tímanum táknmynd fyrir stöðina sjálfa. „Þú vissir nákvæmlega hverjir hlustuðu á FM, hvernig þeir klæddust og hvaða bíl þeir óku. Fyrst fannst mörgum orðið mjög neikvætt, en smám saman snérist það við og fólk sagði: Hey, þetta er ekki svo slæmt,“ segir Svali. Hann rifjar upp ferðalag með hljómsveitinni Skítamóral þegar þeir voru að spila í Sjallanum á Akureyri. Fyrir giggið var hljómsveitin, ásamt Samúel Bjarka Péturssyni auglýsingastjóra sem þá vann á FM, að taka sig til baksviðs. „Allir voru með strípur á þessum tíma og blésu á sér hárið með hárblásara – eitthvað sem var ekki jafn algengt og eðlilegt eins og í dag. Sammi var að blása á sér hnakkann þegar Einar Ágúst kemur inn og segir: Nei nei, hann er að munda hnakkann – helvítis FM-hnakkann.“ Svali segir að eftir þetta hafi orðið verið komið til að vera. V iðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan:
FM957 Tímamót Mest lesið Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Lífið Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Lífið Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Tónlist Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Lífið Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Lífið Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Lífið Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Gagnrýni Kim féll Lífið Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Lífið 50+: Framhjáhöldum fjölgar Áskorun Fleiri fréttir Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Sjá meira