Tannlæknir keppir á opna bandaríska Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. júní 2025 09:30 Matt Vogt valdi tannlæknanámið yfir golfið en nú fær hann að upplifa draum sinn sem kylfingur og keppa á risamóti. Getty/Patrick Smith Opna bandaríska meistaramótið í golfi hefst í dag en óþekktur kylfingur hefur vakið mikla athygli fyrir þátttöku sína á mótinu. Matt Vogt mun spila með þeim Scottie Scheffler og Rory McIlroy á mótinu en það er ekkert skrýtið þótt að golfáhugafólk kannist ekki við þetta nafn. Vogt er ekki atvinnumaður í golfi og ætlar sér ekki að verða það heldur. Vogt er tannlæknir í Indiana sem hefur komið sér vel fyrir í því starfi. Vogt spilaði hins vegar golf þegar hann var í Butler háskólanum en hætti því til að einbeita sér að náminu. Fyrir nokkrum árum var hann síðan búinn að koma upp tannlæknastofunni og hún fór að ganga vel. Hann fékk því meiri tíma utan vinnu og fór að eyða honum á golfvellinum. Það fór líka að skila sér. Hann vann Opna Indianapolis áhugamannamótið tvö ár í röð. Nú fær hann að keppa á opna bandaríska risamótinu í golfi sem áhugamaður. Það gerir þessa sögu enn merkilegri er að Vogt ólst upp í Pittsburgh. Hann var kylfusveinn á Oakmont golfvellinum þegar hann var krakki. Opna bandaríska meistaramótið fer einmitt fram á þessum Oakmont golfvelli í Pittsburgh sem Vogt þekkir svo vel. Hann er því eiginlega á heimavelli á mótinu. Opna bandaríska meistaramótið í gofli verður sýnt beint á SÝN Sport Viaplay og útsending frá fyrsta deginum hefst klukkan 16.00 í dag. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints) Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Matt Vogt mun spila með þeim Scottie Scheffler og Rory McIlroy á mótinu en það er ekkert skrýtið þótt að golfáhugafólk kannist ekki við þetta nafn. Vogt er ekki atvinnumaður í golfi og ætlar sér ekki að verða það heldur. Vogt er tannlæknir í Indiana sem hefur komið sér vel fyrir í því starfi. Vogt spilaði hins vegar golf þegar hann var í Butler háskólanum en hætti því til að einbeita sér að náminu. Fyrir nokkrum árum var hann síðan búinn að koma upp tannlæknastofunni og hún fór að ganga vel. Hann fékk því meiri tíma utan vinnu og fór að eyða honum á golfvellinum. Það fór líka að skila sér. Hann vann Opna Indianapolis áhugamannamótið tvö ár í röð. Nú fær hann að keppa á opna bandaríska risamótinu í golfi sem áhugamaður. Það gerir þessa sögu enn merkilegri er að Vogt ólst upp í Pittsburgh. Hann var kylfusveinn á Oakmont golfvellinum þegar hann var krakki. Opna bandaríska meistaramótið fer einmitt fram á þessum Oakmont golfvelli í Pittsburgh sem Vogt þekkir svo vel. Hann er því eiginlega á heimavelli á mótinu. Opna bandaríska meistaramótið í gofli verður sýnt beint á SÝN Sport Viaplay og útsending frá fyrsta deginum hefst klukkan 16.00 í dag. View this post on Instagram A post shared by ClutchPoints (@clutchpoints)
Golf Mest lesið „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Körfubolti „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Emelía valin efnilegust hjá danska toppliðinu: „Einstök gleðisprengja“ Fótbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira