Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2025 06:51 Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu á herstöðvum sínum á Jótlandi. AP/Emil Nicolai Helms Stór meirihluti á danska þinginu samþykkti í gær að rýmka rétt Bandaríkjanna til hernaðarlegrar viðveru í Danmörku. Bandaríkjamenn munu fara með lögsögu yfir hermönnum sínum í Danmörku og hafa aðgang að þremur flugherstöðvum á Jótlandi. Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Samkvæmt umfjöllun Politiken munu Bandaríkjamenn sjálfir fara með lögsögu yfir hermönnum sem hafa viðveru í herstöðvum í Danmörku en Danir reka flugherstöðvar í Skydstrup, Karup og Álaborg. Samstarfssamningurinn við Bandaríkjaher hefur legið fyrir frá því í desember 2023 samkvæmt umfjöllun danska ríkisútvarpsins en þingið greiddi um hann atkvæði í gær. Samningnum samkvæmt hafa Bandaríkin rétt á að hafa viðveru í völdum herstöðvum, geyma þar hernaðarbúnað og þjálfa hermenn. Hann gefur Bandaríkjamönnum einnig leyfi til að reka þrjár flugherstöðvar á áðurnefndum stöðum á Jótlandi. Hermenn sem hafa viðveru á fyrrnefndum herstöðvum lúta bandarískum lögum. Bandaríkin sjá þannig um að ákæra hermenn fremji þeir glæpi í Danmörku. Samningurinn gildir til tíu ára. Svik við dönsku þjóðina Mikil umræða hefur verið í Danmörku nýverið samningsins vegna og hefur gagnrýni á hann verið óvægin. Pelle Dragsted, formaður Enhedslisten, segir samninginn þjóðhættulegan. „Þetta er samningur sem gerir það að verkum að það verði svæði í Danmörku sem lúti bandarískum lögum. Þar sem dönsk yfirvöld ráða ekki. Og þar sem illa getur verið farið með fanga,“ sagði hann á danska þinginu í gær. „Þetta eru gríðarleg svik við dönsku þjóðina,“ sagði hann. Það voru aðeins fulltrúar Enhedslisten, Alternativet og Borgaraflokksins sem greiddu atkvæði gegn gildistöku samningsins, ásamt utanflokkaþingmönnunum Theresu Scavenius og Jeppe Søe. Samkvæmt Politiken hafa fulltrúar SF verið gagnrýnir á samninginn en enduðu á því að greiða atkvæði með gildistöku hans. Mikilvægt að þétta raðirnar Mette Frederiksen forsætisráðherra segir afgerandi að þétta raðirnar og auka samstarf Danmerkur við Bandaríkjunum sérstaklega á tímum sem þessum. „Vandamálið er ekki að Bandaríkin hafi of mikla viðveru í Evrópu. Þvert á móti er hættan sú að Bandaríkin dragi sig í hlé og flytji hermenn sína burt eða stöðvi hernaðaraðstoð til Úkraínu,“ hefur Politiken eftir henni. Fulltrúar Enhedslisten og Alternativet hafa haldið því fram að það fullveldisafsal sem samningurinn feli í sér sé brot á stjórnarskrá Danmerkur. Ríkisstjórnarliðar segja það af og frá. „Í matinu er lögð áhersla á að dönsk yfirvöld beri aðalábyrgð á öryggi, bæði á og utan þeirra mannvirkja sem samingurinn nær til,“ er haft eftir Peter
Danmörk Bandaríkin Öryggis- og varnarmál Hernaður Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira