Þegar neyðin er mest er Caruso næst Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. júní 2025 20:47 Alex Caruso kann vel við sig í bláu. Joshua Gateley/Getty Images Fimm ár eru síðan Vísir fjallaði um óvænt hlutverk Alex Caruso á leið Los Angeles Lakers að NBA-meistaratitlinum í körfubolta. Nú er hann máttarstólpi í einu besta liði NBA. Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins. Körfubolti NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Hlutverk hins fjölhæfa Caruso hjá Oklahoma City Thunder er engan veginn jafn óvænt og það fyrir fimm árum síðan þegar hann var þó 26 ára gamall. Síðan Caruso varð meistari með Lakers hefur hann verið einn besti varnarmaður deildarinnar og gæti verið að hann landi sínum öðrum meistaratitli áður en langt um líður. Hinn 31 árs gamli Caruso hefur rakað af sér það litla hár sem var á höfði hans þegar hann skaust fram á sjónarsviðið með Lakers, bónar skallann og spilar með blátt svitaband um höfuðið en eitt breytist aldrei. Hann er enn að leggja bestu leikmenn andstæðingsins hverju sinni í einelti. Segja má að Caruso sé snúinn aftur heim en það var góð frammistaða með Oklahoma City Blue, G-deildarliði OKC, sem hann vakti athygli NBA-liða eftir að hafa ekki verið valinn í nýliðavalinu. Hann endaði hjá Lakers og þar var það gríðarlegur dugnaður og ótrúlega hátt orkustig, sérstaklega varnarlega, sem skilaði honum samning og meistaratitli. Á óskiljanlegan hátt ákvað Lakers að senda Caruso til Chicago Bulls árið 2021 en sem betur fer fyrir OKC og NBA-deildina í heild sinni gekk hann til liðs við OKC á síðasta ári. Eftir tap gegn Indiana Pacers í fyrsta leik úrslitaeinvígisins í ár vann OKC öruggan sigur í öðrum leik liðanna og er staðan því jöfn 1-1 fyrir þriðja leik sem fram fer í kvöld. Í sigrinum þar sem Shai Gilgeous-Alexander stal fyrirsögnunum gerði Caruso þó nokkuð sem hann gerir sjaldan, hann skoraði fjöldann allan af stigum. Venjulega leyfir hann öðrum að njóta sín en þegar neyðin er mest er Caruso næst. Hann skoraði alls 20 stig, annað skiptið sem hann afrekar það í úrslitakeppninni eftir að gera það núll sinnum í deildarkeppninni. „Hann er einn af þessum leikmönnum sem þú veist að mætir með „það“ á hverju einasta kvöldi. Skiptir engu hvort hann er 22. ára gamall eða þrítugur. Hann mætir með „það.“ Mér finnst eins og það smiti út frá sér til liðsins. Svo býr hann yfir þessum eiginleika að lesa leikinn og átta sig samstundis á hvað er að gerast. Hann kemur þeim upplýsingum svo áleiðis til okkar hinna,“ sagði Chet Holmgren eftir sigurinn á Indiana í leik tvö. Upphitun fyrir þriðja leik OKC og Pacers um NBA-meistaratitilinn hefst á miðnætti. Hálftíma síðar, klukkan 00.30, hefst svo þriðji leikur einvígisins.
Körfubolti NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Íslenski boltinn Synir Emile Heskey spiluðu saman í fyrsta sinn fyrir City Enski boltinn Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira