Þróttur fékk kröftugan framherja sem þarf að bíða fram að stórleiknum Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2025 16:02 Kayla Rollins er mætt í Laugardalinn eftir að hafa staðið sig vel í bandaríska háskólaboltanum. Þróttur Þróttarar, sem sitja á toppi Bestu deildar kvenna í fótbolta, brugðust skjótt við eftir að ljóst varð að Caroline Murray færi frá félaginu og hafa nú kynnt til leiks framherjann Kayla Rollins sem þó mun þurfa að bíða eftir fyrsta leiknum í Þróttaratreyjunni. Murray, sem reyndar er kantmaður, er þó ekki farin af landi brott og mætir Val í Mjólkurbikarnum í kvöld. Að þeim loknum heldur hún heim til Bandaríkjanna þegar færi gafst til að spila með Sporting Club Jacksonville í Flórída, nýstofnuðu liði sem spilar í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Rollins er á vef Þróttar lýst sem kröftugum framherja. Hún sé bæði snögg og sterk og hafi skorað 18 mörk í 21 leik fyrir Milwaukee-háskólann í Bandaríkjunum á síðsutu leiktíð, þar sem hún hafi slegið hvert metið á fætur öðru. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) Rollins verður þó ekki með Þrótti í stórleiknum gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld því hún verður ekki gjaldgeng fyrr en félagaskiptaglugginn opnast aftur 15. júlí. Hún missir þó aðeins af tveimur deildarleikjum, gegn Stjörnunni og Fram, því eftir leikinn við Fram 20. júní tekur við hlé vegna EM í Sviss. Fyrsti leikur Rollins gæti orðið sannkallaður risaleikur því eftir EM-hléið mætir Þróttur Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli, 24. júlí. Hún er þó þegar komin til landsins og byrjuð að æfa með Þrótturum sem vænta mikils af þessum bandaríska leikmanni. Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira
Murray, sem reyndar er kantmaður, er þó ekki farin af landi brott og mætir Val í Mjólkurbikarnum í kvöld. Að þeim loknum heldur hún heim til Bandaríkjanna þegar færi gafst til að spila með Sporting Club Jacksonville í Flórída, nýstofnuðu liði sem spilar í bandarísku USL atvinnumannadeildinni. Rollins er á vef Þróttar lýst sem kröftugum framherja. Hún sé bæði snögg og sterk og hafi skorað 18 mörk í 21 leik fyrir Milwaukee-háskólann í Bandaríkjunum á síðsutu leiktíð, þar sem hún hafi slegið hvert metið á fætur öðru. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélagið Þróttur (@throttur) Rollins verður þó ekki með Þrótti í stórleiknum gegn Val í Mjólkurbikarnum í kvöld því hún verður ekki gjaldgeng fyrr en félagaskiptaglugginn opnast aftur 15. júlí. Hún missir þó aðeins af tveimur deildarleikjum, gegn Stjörnunni og Fram, því eftir leikinn við Fram 20. júní tekur við hlé vegna EM í Sviss. Fyrsti leikur Rollins gæti orðið sannkallaður risaleikur því eftir EM-hléið mætir Þróttur Íslandsmeisturum Breiðabliks á Kópavogsvelli, 24. júlí. Hún er þó þegar komin til landsins og byrjuð að æfa með Þrótturum sem vænta mikils af þessum bandaríska leikmanni.
Besta deild kvenna Þróttur Reykjavík Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Geta dregið grannana niður í fallbaráttu Högg fyrir KR-inga í fallbaráttunni Í beinni: Þróttur - Víkingur | Geta unnið sjötta leikinn í röð Í beinni: Breiðablik - Stjarnan | Blikar geta orðið meistarar Í beinni: FH - Valur | Jafnar viðureignir í sumar Blikar gætu aftur orðið Íslandsmeistarar í kvöld Hvergi nærri hætt: „Markmiðið var alltaf að sýna gömlu góðu Berglindi“ Botnslagurinn færður Gullboltinn í Bestu deildinni: „Þristurinn minn gæti orðið umdeildur“ Rúnar Már og Amin missa af stórleiknum upp á Skaga Náð í fleiri stig í átta leikjum síðan Birnir kom en í fimmtán leikjum þar á undan Finnst ólíklegt að KR bjargi sér: „Þetta er orðið verra og verra og verra“ Sjáðu vítið sem gerði Blika æfa: „Ótrúlegt að enginn af dómurunum sjái þetta“ Viðurkennir að vítið sem Víkingur fékk hafi ekki átt að standa Höskuldur um vítaspyrnudóminn umdeilda: „Grimmt að dæma hendi á þetta“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 1-1 | Hádramatískar lokamínútur skiluðu Valsmönnum stigi Markatalan 10-1 eftir að Lárus Orri fann liðið sitt Sjáðu vítadóminn í Víkinni og öll mörk gærdagsins „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Uppgjörið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Sjá meira