City að festa kaup á hinum eftirsótta Cherki Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 14:30 Mörg stórlið hafa verið á eftir Rayan Cherki. Carl Recine/Getty Images Manchester City er sagt hafa náð samkomulagi við Lyon um kaup á hinum unga og efnilega Rayan Cherki. Gangi félagaskiptin eftir fljótlega verður hann löglegur með liðinu á heimsmeistaramótinu sem hefst eftir tæpa viku. Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar. Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira
Fjöldi félaga hefur verið á eftir Cherki og enn fleiri félög hafa verið orðuð við hann í fjölmiðlum, Arne Slot þjálfari Liverpool er sagður hafa flogið til Frakklands á fund með honum og Manchester United er talið hafa lagt fram tilboð. En hinn áreiðanlegi David Ornstein hjá The Athletic greinir nú frá því að samningur um kaup og sölu sé frágenginn. Manchester City er sagt borga Lyon fjörutíu milljónir evra. Cherki muni gangast undir læknisskoðun á morgun og í kjölfarið skrifa undir fimm ára samning til ársins 2030. 🚨 Man City reach total agreement with Lyon to sign Rayan Cherki. Deal for 21yo worth ~€40m + personal terms done on contract to 2030. Medical expected Tuesday & if #MCFC finalise in time France int’l will be available for #FIFAClubWorldCup @TheAthleticFC https://t.co/niGZuavdfF— David Ornstein (@David_Ornstein) June 9, 2025 Ef allt stenst og Cherki semur við City fyrir miðnætti á morgun verður hann löglegur með liðinu á HM félagsliða sem hefst þann 15. júní. City á fyrsta leik þremur dögum síðar gegn Wydad AC. City er einnig sagt vera að ganga frá kaupum á Tijjani Reijnders frá AC Milan og Rayan Ait-Norui frá Wolves. Cherki skaust fyrst upp á stjörnuhimininn fyrir tæpum sex árum síðan, þá aðeins sextán ára gamall, þegar hann varð yngsti markaskorari í sögu Lyon. Hann átti sitt besta tímabil til þessa í vetur, skoraði tólf og lagði upp tuttugu mörk í öllum keppnum fyrir Lyon. Cherki spilaði fyrsta landsleikinn gegn Spáni og byrjaði svo í bronsleik Þjóðadeildarinnar gegn Þýskalandi.Alex Grimm/Getty Images Á dögunum þreytti hann frumraun sína fyrir A-landslið Frakka, eftir að hafa unnið silfur á Ólympíuleikunum með ungmennaliðinu í fyrra. Hann skoraði aðeins fimmtán mínútum eftir að hafa komið inn á, í 5-4 tapi gegn Spáni. Kaupin á Cherki verða kærkomin fyrir Lyon, sem hefur verið í miklum fjárhagsörðugleikum. Liðinu tókst þó að enda í sjötta sæti frönsku deildarinnar og tryggja sér Evrópudeildarsæti á næsta tímabili, og er ekki lengur í kaupbanni eins og í janúar.
Enski boltinn Franski boltinn Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Sjá meira