Shai setti stigamet þegar OKC jafnaði úrslitaeinvígið Ágúst Orri Arnarson skrifar 9. júní 2025 09:08 Varnarmenn réðu ekkert við Shai sem setti stigamet. Hann hefði þó ekki unnið án góðrar hjálpar frá liðsfélögum. William Purnell/Getty Images Oklahoma City Thunder jafnaði úrslitaeinvígið gegn Indiana Pacers með 123-107 sigri í öðrum leik liðanna í nótt. Shai Gilgeous-Alexander á nú metið yfir flest stig skoruð í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis NBA. Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Eftir að hafa tapað fyrsta leiknum á heimavelli með hörmulegum lokamínútum mætti OKC til leiks í hefndarhug. Liðið tók tíu stiga forystu undir lok fyrsta leikhluta og endaði fyrri hálfleikinn á frábæru 19-2 áhlaupi sem gaf þægilega forystu í hálfleik, 52-29. 19-2 THUNDER RUN IN THE 2Q ⛈️⛈️ALL-OUT EFFORT LOOKING TO EVEN THE FINALS! pic.twitter.com/2ruQb1PRN3— NBA (@NBA) June 9, 2025 Pacers eru þekktir fyrir að snúa leikjum við, en minnkuðu muninn aldrei niður í nema þrettán stig. Vörn OKC var lykillinn að velgengni, enginn leikmaður Pacers fékk að skora meira en tuttugu stig. Á sama tíma virtist sá verðmætasti, Shai Gilgeous-Alexander, skora að vild og endaði leikinn með 34 stig. Stigahæsti maður deildarinnar á tímabilinu er nú einnig sá stigahæsti frá upphafi í fyrstu tveimur leikjum úrslitaeinvígis, með 72 stig eftir fyrstu tvo leikina, stigi meira en Allen Iverson árið 2001. ANOTHER FINALS 30-PIECE FOR SGA ‼️⚡️ 34 PTS⚡️ 8 AST⚡️ 5 REB⚡️ 4 STL & 1 BLK72 PTS through his first 2 Finals games, THE MOST in NBA history 🌟 pic.twitter.com/kdUtf5iqcq— NBA (@NBA) June 9, 2025 Shai hefði þó ekki komist langt án hjálpar frá öðrum leikmönnum liðsins, sem skiluðu mun meiru af sér en í síðasta leik. Jalen Williams og Chet Holmgren voru líkari sjálfum sér, Alex Caruso var mjög öflugur og Aaron Wiggins setti nokkuð óvænt átján stig af bekknum. ⛈️ OKC's DEPTH DOMINATES GAME 2 ⛈️Alex Caruso: 20 PTSJalen Williams: 19 PTSAaron Wiggins: 18 PTSChet Holmgren: 15 PTSThey join Shai as the fifth quintet since 2000 to score 15+ in a Finals game! https://t.co/zBQwTXPa9p pic.twitter.com/qbFTHqYvEs— NBA (@NBA) June 9, 2025 Næsti leikur liðanna verður á heimavelli Pacers, aðfaranótt fimmtudags klukkan hálf eitt, í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira