Menningarveisla í allt sumar á Sólheimum Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. júní 2025 20:05 Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima, sem býður alla velkomna á Sólheima í sumar á 95 ára afmælinu og njóta þess, sem staðurinn hefur upp á að bjóða. Magnús Hlynur Hreiðarsson Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul. Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Sjá meira
Menningarveisla sumarsins 2025 var formlega sett á Sólheimum í gær en það kom í hlut Berglindar Hrafnkelsdóttur, heimilismanns að setja hátíðina með sérlegri aðstoð framkvæmdastjóra staðarins. Eftir það tók við fjölbreytt dagskrá. Gunnlaugur Ingimarsson eða Gulli eins og hann er alltaf kallaður og er íbúi á staðnum spilaði á trommur og Halli Valli eins og hann er alltaf kallaður og er starfsmaður á Sólheimum sá um gítarleikinn. Gunnlaugur Ingimarsson spilaði á trommur við setninguna í gær og Halli Valli spilaði á gítarinn.Magnús Hlynur Hreiðarsson Síðan var opnað glæsileg myndlistarsýning á verkum heimilisfólksins með fjölbreyttum verkum, sem mun standa uppi í sumar. „Og í ár þá fögnum við 95 ára afmæli Sólheima, sem var sett á fót hérna 1930 af Sesselju Sigmundsdóttur, sem þá var bara 28 ára gömul. Afmælisdagurinn er 5. júlí en þá verður mikið um dýrðir og þá verður leikhús og allskonar viðburðir hér á staðnum“, segir Kristín Björk Albertsdóttir, framkvæmdastjóri Sólheima Og forseti Íslands kemur í heimsókn eða hvað þann dag? „Já, hann ætlar að koma í heimsókn og taka skóflustungu af stækkun á einu heimili, sem er hérna.“ Er ekki frábært að vera framkvæmdastjóri yfir svona starfsemi ? „Það eru bara forréttindi, ekkert annað,“ segir Kristín Björk. Glæsileg listsýning hefur verið opnuð á Sólheimum en verkin eru eftir nokkrar heimilismenn á staðnum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Er eitthvað að lokum, sem þú vilt koma á framfæri? „Já, ég bara hvet alla til að koma á Sólheima í sumar og heimsækja okkur. Við tökum vel á móti öllum og það má geta þess að þetta er ókeypis, kostar ekkert inn á tónleikana, sem verða alla laugardaga klukkan 14:00 með landsþekktum tónlistarmönnum“. Og það er aldrei að vita nema að Ármann Eggertsson heimilismaður stígi eitthvað meira á stokk í sumar á Sólheimum en hann söng meðal annars fyrir gesti á opnun menningarveislunnar og spilaði á trommur líka. Halli Valli var á gítarnum. Ármann Eggertsson, heimilismaður fór á kostunum á trommunum í gær og söng með á fullum krafti eins og honum er einum lagið. Halli Valli spilaði með honum á gítar.Magnús Hlynur Hreiðarsson Heimasíða Sólheima þar sem má m.a. sjá yfirlit yfir alla tónleikana í sumar
Grímsnes- og Grafningshreppur Menning Myndlist Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Lífið Ungt fólk setur vínbændur í erfiða stöðu Matur Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hvað er Labubu og hvers vegna eru allir að missa sig yfir því? Tíska og hönnun Fleiri fréttir Superstore-leikari látinn Mugison gekk í það heilaga við litla útiathöfn Krakkatían: Afmælistónleikar, maraþon og bílpróf Myndaveisla: Samstaða og stolt í algleymingi í Gleðigöngunni Með sex sjúkdóma og ólæknandi mein en lætur ekkert stoppa sig Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Hommar, lesbíur, trans fólk og fleiri sameinast í gleðinni Fréttatía vikunnar: Gleðigangan, hafmeyjustytta og handtaka Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Bay segir skilið við Smith Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Endar örugglega sem 83 ára drottning í Gleðigöngunni Hver er Endakallinn frá Ibiza? Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Íhuga að skrifa bók um kaffihúsin á þúsund kílómetra hjólarúnti McConaughey glutraði niður tækifærinu í Titanic Orðin vön ferðamönnum í garðinum og fagnar komu þeirra Hvers vegna fær Innrásin frá Mars núll í einkunn? Stutt í að uppselt verði í heilt og hálft Þríbætti tíma kærastans í einni stærstu spyrnukeppni Evrópu Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Ástralskur hommasirkus skemmtir börnum og fullorðnum í Tjarnarbíói Húsgögn úr afgöngum og fiskar í gosbrunninum Stjörnulífið: „Þessi ætlar að ríða þessa Verslunarmannahelgina“ Kveður föður sinn með tilvitnun í Hunter S. Thompson Walking Dead-leikkona látin Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Sjá meira