Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. júní 2025 10:30 Michael Schumacher vann sjö heimsmeistaratitla í formúlu 1 á sínum tíma og var þá einn frægasti og vinsælasti íþróttamaður heims. Getty/ Andy Hone Nú hafa menn komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldu Michael Schumacher fái að hitta kappann eftir slysið örlagaríka. Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Corinna, eiginkona Michael Schumacher, sér um hann ásamt læknaliði á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg þegar hann datt á stein á fullri ferð á skíðum. Honum var haldið sofandi í marga mánuði eftir slysið. Hann þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Það tókst að bjarga lífi hans en lítið er vitað um hvert ástand hans væri í raun og veru. Allt frá slysinu árið 2013 hefur verið mikill áhugi á því að komast að því hvert sér raunverulegt ástand hans en Corinnu og fjölskyldu hefur tekist að passa upp á sinn mann. Blaðamenn og aðrir í gróðavon hafa reynt ýmislegt til að komast yfir upplýsingar eða myndir. Það eru þó nokkrir sem fjölskyldan treystir og þeir hafa haldið trúnaði allan þennan tíma. The Telegraph hefur nú komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldunnar fái að heimsækja Michael Schumacher. Jean Todt, franskur framkvæmdastjóri í formúlunni, er sagður vera einn þeirra. Þeir unnu mikið saman þegar Schumacher gekk best hjá Ferrari. Ross Brawn, sem stýrði Ferrari liðinu til fimm heimsmeistaratitla frá 2000 til 2004 er sagður vera annar. Þriðji og síðasti maðurinn sem fær að heimsækja sjöfalda heimsmeistarann er Gerhard Berger, fyrrum ástralskur formúlu 1 ökumaður, sem fór frá því að vera keppinautur hans í að vera náinn fjölskylduvinur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport) Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Michael Schumacher hefur ekki sést á almannafæri síðan að hann slasaðist illa á höfði í skíðaslysi í Ölpunum fyrir tólf árum síðan. Fjölskyldan passar vel upp á að ástand hans sé einkamál hennar. Corinna, eiginkona Michael Schumacher, sér um hann ásamt læknaliði á heimili þeirra við Genfarvatn í Sviss. Schumacher fékk mjög slæmt höfuðhögg þegar hann datt á stein á fullri ferð á skíðum. Honum var haldið sofandi í marga mánuði eftir slysið. Hann þurfti að gangast undir tvær aðgerðir. Það tókst að bjarga lífi hans en lítið er vitað um hvert ástand hans væri í raun og veru. Allt frá slysinu árið 2013 hefur verið mikill áhugi á því að komast að því hvert sér raunverulegt ástand hans en Corinnu og fjölskyldu hefur tekist að passa upp á sinn mann. Blaðamenn og aðrir í gróðavon hafa reynt ýmislegt til að komast yfir upplýsingar eða myndir. Það eru þó nokkrir sem fjölskyldan treystir og þeir hafa haldið trúnaði allan þennan tíma. The Telegraph hefur nú komist að því hvaða þrír einstaklingar utan fjölskyldunnar fái að heimsækja Michael Schumacher. Jean Todt, franskur framkvæmdastjóri í formúlunni, er sagður vera einn þeirra. Þeir unnu mikið saman þegar Schumacher gekk best hjá Ferrari. Ross Brawn, sem stýrði Ferrari liðinu til fimm heimsmeistaratitla frá 2000 til 2004 er sagður vera annar. Þriðji og síðasti maðurinn sem fær að heimsækja sjöfalda heimsmeistarann er Gerhard Berger, fyrrum ástralskur formúlu 1 ökumaður, sem fór frá því að vera keppinautur hans í að vera náinn fjölskylduvinur. View this post on Instagram A post shared by Daily Mail Sport (@dailymailsport)
Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Giroud tryggði sigurinn eftir mark Sævars Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira