„Þetta var allt eftir handriti“ Andri Már Eggertsson skrifar 7. júní 2025 16:24 Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn Vísir/Anton Brink Fram vann 3-1 sigur gegn Stjörnunni í Úlfarsárdal. Óskar Smári Haraldsson, þjálfari Fram, var ánægður með sigurinn. Sömu sögu má segja um leikmenn Fram sem skvettu vatni á Óskar í tilefni sigursins. „Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur. Fram Besta deild kvenna Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Barcelona - Frankfurt | Von á mörkum á Nývangi Atalanta - Chelsea | Hvaða útgáfa af Chelsea mætir til leiks? Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira
„Við kláruðum færin okkar vel. Við byrjuðum vel og eftir að við komumst yfir tók Stjarnan öll völd á leiknum en varnarleikurinn var öflugur og við náðum síðan að skora annað mark loksins þegar að við fengum færi. Síðan kom þriðja markið og þá datt botninn úr þessu en þær klóruðu í bakkann. Varnarleikurinn og hvernig við kláruðum færin okkar varð til þess að við unnum þennan leik,“ sagði Óskar Smári eftir leik. Óskar Smári var ánægður með Elaina Carmen La Macchia, markvörð Fram, sem varði vel í fyrri hálfleik og svo kom annað mark frá heimakonum rétt fyrir hálfleik. „Það var ótrúlega mikilvægt að fá þetta annað mark og mér leið ekki vel einu marki yfir. Mér fannst þær alltaf líklegar til þess að skora í stöðunni 1-0 þær eru með gæði fram á við en allt sem kom á markið varði Elaina enda frábær markmaður svo bætti Murielle Tiernan við öðru marki og ég hélt að boltinn hefði ekki farið inn en boltinn lak inn og þetta var sérstakt mark.“ „Þetta voru einu tvö færin okkar í fyrri hálfleik. Við nýttum færin okkar vel og komumst á lagið með það. Varnarleikurinn var einnig góður og þetta tvennt skóp sigurinn í dag.“ Klippa: Óskar Smári fær vatnsgusu Eftir að Fram skoraði þriðja markið féll liðið til baka og fór að verja markið sem var hluti af leikskipulagi Óskars. „Við töluðum um það að ef við myndum ná þriðja markinu þá myndum við falla til baka sem við gerðum og þetta var allt eftir handriti.“ Fram er á miklu flugi og hefur unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum. Aðspurður út í hversu langt Fram getur farið helltu leikmenn Fram vatni yfir Óskar Smára sem hafði gaman af. „Við getum farið á Hlíðarenda og unnið Val á sunnudaginn og það er það næsta sem við getum gert svo höldum við áfram eftir það,“ sagði Óskar Smári að lokum rennandi blautur.
Fram Besta deild kvenna Mest lesið Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Körfubolti Kristín á sjötugsaldri og enn að bæta sig: „Amma Iron man“ Sport Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Enski boltinn Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Annar írskur sundmaður á Steraleikana Sport Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Handbolti Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Bæjarar lentu undir en komu til baka Barcelona - Frankfurt | Von á mörkum á Nývangi Atalanta - Chelsea | Hvaða útgáfa af Chelsea mætir til leiks? Inter - Liverpool | Í auga Salahs-stormsins Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Annar írskur sundmaður á Steraleikana Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 „Þegar kemur að mér fer fólk alltaf aðeins yfir strikið“ Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Einvígi Mbappé og Haaland í hættu Boða 44 ára afa á æfingar hjá NFL-liði Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Stressið magnast þegar myndavélarnar mæta Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ „Hinn íslenski Harry Kane“ Brassar að gera sömu mistökin og áður með að fá ekki leik við Ísland Ofsótt af milljarðamæringi Sjá meira