Fiorentina óákveðið og lið í Meistaradeildinni hafa áhuga á Alberti Ágúst Orri Arnarson skrifar 4. júní 2025 11:32 Albert gæti orðið leikmaður Fiorentina, Genoa eða farið einhvert allt annað. Giuseppe Maffia/NurPhoto via Getty Images Framtíð Alberts Guðmundssonar er óráðin, lánssamningur hans við Fiorentina er að renna út og félagið hefur ekki tekið ákvörðun um að kaupa hann frá Genoa, sem hefur fundið fyrir áhuga á leikmanninum frá liðum í Meistaradeildinni. „Fiorentina er með kauprétt sem félagið getur nýtt, en þarf ekki að nýta. Við höfum fundið fyrir áhuga frá félögum í Meistaradeildinni, en við þurfum bara að bíða og sjá hvað gerist. Það er ekki heldur útilokað að Albert snúi hingað aftur“ sagði Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, við ítalska dagblaðið Secolo XIX. Fiorentina greiddi átta milljónir evra fyrir að fá Albert að láni á þessu tímabili. Kaupréttur félagsins kveður svo á um sautján milljónir evra og þá gætu bæst við þrjár milljónir evra í aukagreiðslur. Lánssamningurinn rennur út í lok júní og Fiorentina þarf að taka ákvörðun fyrir mánaðamót. Félagið er hins vegar þjálfaralaust eins og er, Raffaele Palladino hætti störfum eftir tímabilið og Fiorentina vill væntanlega ganga frá ráðningu áður en ákvörðun er tekin um Albert. Albert og félagar í Fiorentina tryggðu sér sjötta sætið og Sambandsdeild á næsta tímabili. Image Photo Agency/Getty Images Albert glímdi við lærismeiðsli á tímabilinu en tók þátt í 24 deildarleikjum fyrir Fiorentina og skoraði sex mörk. Liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og tryggði sér aftur þáttökurétt í Sambandsdeildinni, eftir að hafa dottið út í undanúrslitunum í ár. Albert er í landsliðshópi Íslands sem mætir Skotlandi í Glasgow 6. júní og Norður-Írlandi í Belfast fjórum dögum seinna. Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira
„Fiorentina er með kauprétt sem félagið getur nýtt, en þarf ekki að nýta. Við höfum fundið fyrir áhuga frá félögum í Meistaradeildinni, en við þurfum bara að bíða og sjá hvað gerist. Það er ekki heldur útilokað að Albert snúi hingað aftur“ sagði Marco Ottolini, yfirmaður íþróttamála hjá Genoa, við ítalska dagblaðið Secolo XIX. Fiorentina greiddi átta milljónir evra fyrir að fá Albert að láni á þessu tímabili. Kaupréttur félagsins kveður svo á um sautján milljónir evra og þá gætu bæst við þrjár milljónir evra í aukagreiðslur. Lánssamningurinn rennur út í lok júní og Fiorentina þarf að taka ákvörðun fyrir mánaðamót. Félagið er hins vegar þjálfaralaust eins og er, Raffaele Palladino hætti störfum eftir tímabilið og Fiorentina vill væntanlega ganga frá ráðningu áður en ákvörðun er tekin um Albert. Albert og félagar í Fiorentina tryggðu sér sjötta sætið og Sambandsdeild á næsta tímabili. Image Photo Agency/Getty Images Albert glímdi við lærismeiðsli á tímabilinu en tók þátt í 24 deildarleikjum fyrir Fiorentina og skoraði sex mörk. Liðið endaði í sjötta sæti deildarinnar og tryggði sér aftur þáttökurétt í Sambandsdeildinni, eftir að hafa dottið út í undanúrslitunum í ár. Albert er í landsliðshópi Íslands sem mætir Skotlandi í Glasgow 6. júní og Norður-Írlandi í Belfast fjórum dögum seinna.
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Enski boltinn „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Slakur undirbúningur hjá Ármanni: „Þær virðast koma bara alveg af fjöllum“ Körfubolti Spilaði í NFL-deildinni nýbúinn að greinast með krabbamein Sport Dagskráin í dag: VARsjáin skoðar markið og Lokasóknin sækir til Nashville Sport Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Enski boltinn Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Fótbolti Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Fótbolti Blikarnir taplausir á toppnum Körfubolti Fleiri fréttir Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Kominn með einkaleyfi á kaldasta fagnið í bransanum Rúmlega þúsund leikmenn til rannsóknar: Liðsfélagi Loga settur í bann Alexandra lagði upp og María fór á kostum í Íslendingaslag Sesko ekki með sjálfstraust og dregur sig úr landsliðshópnum Ingibjörg fagnaði langþráðum sigri Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Rekinn úr starfi í annað sinn á þessu ári Maðurinn sem Liverpool leyfði að fara með eitt af mörkum ársins Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Sjá meira