Mikið um dýrðir á þjóðardegi Íslands í Japan Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 30. maí 2025 17:29 Höllu hefur verið vel tekið í Japan í opinberri heimsókn sinni. Íslandi var fagnað á þjóðardegi sínum á heimssýningunni í Osaka þar sem forseti Íslands, Halla Tómasdóttir var heiðursgestur. Yfirskrift dagsins var Friður og jafnrétti þar sem fjölmörgum gestum gafst kostur á að kynnast landi og þjóð í gegnum fjölbreytta viðburði. Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum. Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira
Þjóðardagurinn hófst á því að forseti fékk leiðsögn um skála Sameinuðu þjóðanna þar sem hún átti innihaldsríkt samtal við ungt fólk frá Osaka um friðarmál, áskoranir framtíðarinnar og markmið Sameinuðu þjóðanna í sjálfbærni. Umræðustjóri var Yuki Nakane, frá RCC fjölmiðlinum í Hiroshima. Sjá einnig: Ómetanlegt að koma skilaboðum sinnar kynslóðar á framfæri á svo stórum viðburði Því næst lá leið forseta í Women’s Pavilion þar sem hún tók þátt í samtali um valdeflingu kvenna og kynjajafnrétti við Sayuri Daimon, blaðakonu og fyrrum ritstjórnarfulltrúa Japan Times. Ragnar Þorvarðarson, forsvarsmaður þátttöku Íslands á heimssýningunni, flutti opnunarávarp og sagði frá þróun jafnréttismála á Íslandi. Viðburðurinn var gríðarlega vel sóttur af gestum og fjölmiðlum. Í Norræna skálanum, þar sem Ísland er í samstarfi við hin fjögur Norðurlöndin, fór fram bókmenntaviðburður með Rán Flygenring mynd- og rithöfundi og Shohei Akakura þýðanda, um bók Ránar, Vigdís: bókin um fyrsta konuforsetann sem nýverið kom út á japönsku. Fullt var út úr dyrum á viðburðinum en borgarstjóri Reykjavíkur, Heiða Björg Hilmisdóttir, flutti opnunarávarp. Íslenska hönnunarteymið Gagarín var með sérstakar leiðsagnir um sýningu skálans yfir daginn fyrir gesti, en áætlað er að um 600 gestir hafi sótt leiðsagnirnar og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu spenntum gestum upp á verðlaunapitsur úr ullarafgöngum. Deginum lauk svo á hátíðlegum viðburði þar sem forseti Íslands og vararáðherra efnahags-, viðskipta- og iðnaðarmála Japans, Yuichiro Koga ávörpuðu gesti og tónlistarfólkið Ásgeir, JFDR og Gabríel Ólafs spiluði vel valin lög. Allir viðburðir dagsins í Norræna skálanum voru vel sóttir en 140 þúsund manns sóttu heimssýninguna þennan dag. Ullarpítsur og íslensk matreiðsla Halla var í vikunni heiðursgestur á fjölmiðlamóttöku Taste of Iceland í Tokyo í gær, sem Íslandsstofa stóð fyrir fyrir japanska fjölmiðla. Hún flutti ávarp ásamt Stefáni Hauk Jóhannessyni, sendiherra Íslands í Japan. Tónlistarfólkið JFDR og Ásgeir tóku lagið fyrir viðstadda og hönnuðirnir Flétta og Ýrúrarí buðu gestum upp á ullarpítsur. Matreiðslumeistarinn Hafliði Halldórsson reiddi fram rétti úr íslenskum karfa, lambakjöti og skyri, sem gerðir voru í samstarfi við japanska matreiðslumeistarann Yuho Hozum. Viðburðurinn markaði upphaf Taste of Iceland menningarhátíðarinnar, sem fer fram í Tokyo 30. og 31. maí. Hátíðin býður upp á fjölbreytta dagskrá með íslenskri tónlist, hönnun, bókmenntum og norðurljósum, allt í tengslum við þátttöku Íslands á heimssýningunni. Hér að neðan má sjá nokkrar vel valdar myndir fra viðburðinum.
Japan Menning Forseti Íslands Íslendingar erlendis Halla Tómasdóttir Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Minntist bróður síns fyrir fullum sal Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Lífið Fleiri fréttir Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Sjá meira