Sagður undir áhrifum, pissa í klefa Roma og senda tvo á sjúkrahús Sindri Sverrisson skrifar 28. maí 2025 09:01 Nicolo Zaniolo hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Fiorentina og gæti núna verið á leið í langt bann. Getty/Giuseppe Maffia Ítalska knattspyrnufélagið Roma hefur nú sent frá sér aðra yfirlýsingu þar sem hinn 25 ára gamli Nicolo Zaniolo er sakaður um skelfilega hegðun eftir leik unglingaliða Fiorentina og Roma í fyrradag. Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann. Ítalski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Zaniolo hefur verið liðsfélagi Alberts Guðmundssonar hjá Fiorentina seinni hluta leiktíðarinnar sem lauk núna um helgina. Hann var á Viola Park á sunnudaginn þegar unglingalið Fiorentina og Roma mættust, og er nú sakaður um að hafa verið undir áhrifum vímuefna, kastað af sér þvagi í búningsklefa og komið tveimur leikmönnum unglingaliðs Roma á sjúkrahús. Zaniolo hefur beðist afsökunar á hegðun sinni en neitar að hafa beitt nokkurn mann ofbeldi. Það rímar hins vegar illa við nýja yfirlýsingu Rómverja sem saka Zaniolo um að hafa komið tveimur unglingaliðsmönnum á sjúkrahús: „Þann 26. maí, eftir undanúrslitaleik unglingaliða Fiorentina og Roma á Viola Park, fór Nicolo Zaniolo (úr aðalliði Fiorentina) í leyfisleysi inn í búningsklefa Roma, ásamt öðrum manni. Vitni segja það hafa sést að Zaniolo var undir áhrifum vímuefna. Hann kastaði af sér þvagi í klefa Roma, egndi leikmenn og, án orðaskipta, veitti Mattia Almaviva högg og ýtti Marco Litti með ofbeldisfullum hætti á bekk. Litti fór fyrir skömmu í axlaraðgerð. Báðir leikmenn þurftu að fara á sjúkrahús: Almaviva þarf samkvæmt greiningu 10 daga til að jafna sig og Litti 21 dag.“ Rómverjar kalla eftir afleiðingum fyrir hinn 25 ára gamla Zaniolo, landsliðsmann Ítalíu, sem kom að láni til Fiorentina í febrúar frá Galatasaray eftir að hafa áður verið lánsmaður hjá Atalanta og Aston Villa. Áður en að atvikinu um helgina kom hafði Fiorentina ákveðið að nýta ekki möguleikann á að halda Zaniolo. Sambandið á milli Zaniolo og Roma hefur vægast sagt ekki verið gott síðan hann fór fram á að komast frá félaginu árið 2023 og til Galatasaray. Ítalska knattspyrnusambandið hefur þegar hafið rannsókn vegna málsins og á Zaniolo á hættu að hljóta langt bann.
Ítalski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn