Vann ofurhlaup með barn á brjósti Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 08:32 Stephanie Case hljóp til sigurs í hundrað kílómetra hlaupi, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. @theultrarunnergirl Ofurhlauparinn Stephanie Case náði öllum að óvörum að vinna stærsta ofurmaraþon Bretlands, með sex mánaða dóttur sína á brjósti. Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum. Hlaup Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Sjá meira
Case, sem er 43 ára kanadískur mannréttindalögfræðingur, er þekkt sem „ofurhlaupastelpan“ (e. theultrarunnergirl) á samfélagsmiðlum en síðustu ár hefur hún hins vegar haldið sig frá keppni í hlaupum. Hún hefur nefnilega unnið að því að eignast barn en gengið í gegnum þá erfiðu reynslu sem fósturmissir er, oftar en einu sinni, áður en hún fæddi svo Pepper fyrir hálfu ári. Case sneri svo aftur til keppni með stæl á dögunum, í Ultra-Trail Snowdonia hlaupinu í Wales, og lét sig ekki muna um að gefa Pepper brjóst í keppninni. Pabbinn, John Roberts, fór með dótturina á milli drykkjarstöðva þar sem mæðgurnar höfðu þá báðar færi á að slökkva þorsta. View this post on Instagram A post shared by Strava (@strava) Case var ræst af stað hálftíma á eftir þeim hlaupurum sem fyrir fram voru taldir sterkastir í hlaupinu, og var ekki með neinar væntingar um að komast á verðlaunapall. Hlaupið gekk hins vegar svo vel að hún endaði á að vinna. „Þetta var í alvöru eins og að hjóla – með hverjum kílómetra fann ég að ég hafði ekkert misst á síðustu þremur árum. Raunar hef ég öðlast meiri ánægju og styrk úr þessari íþrótt sem móðir en ég gerði nokkurn tímann áður,“ skrifaði Case á Instagram. „Þó að það hafi brotið í mér hjartað að skilja Pepper litlu alltaf eftir á drykkjarstöðvunum þá vildi ég sýna henni – okkur báðum – hversu magnaðar mömmuhlauparar geta verið,“ skrifaði Case og hvatti nýjar mæður til að vera óhræddar við að setja sér ný markmið. View this post on Instagram A post shared by RUN (@outside_run) Að sama skapi kvaðst hún meðvituð um að þó að saga sín gæti verið hvatning fyrir suma þá gæti hún dregið aðra niður: „Ég er heppin að vera í lagi líkamlega eftir barneignir (með miklum grindarbotnsæfingum!). Sumar eru ekki svo heppnar,“ skrifaði Case og var svo hreinskilin með það að hún hefði ekki alveg haft stjórn á þvagblöðrunni eftir 95 kílómetra hlaup. Case hafði ekki hugmynd um að hún hefði unnið hlaupið, þegar hún kom í mark: „Síðan kíkti einhver á flögutímann hjá mér. Hlaupstjórarnir komu svo til mín og voru bara: „Þú vannst reyndar. Geturðu hlaupið aftur í gegnum markið fyrir myndavélarnar?““ Það gerði Case en var enn í hálfgerðu áfalli yfir því að hafa í alvörunni unnið. Hún sé hins vegar ekki frábrugðin öðrum. „Ég er ekkert sérstök. Ég eignaðist barn og hljóp í keppni. Það ætti að vera eðlilegasti hlutur í heimi,“ sagði Case. Case lauk hlaupinu á 16 klukkutímum, 53 mínútum og 22 sekúndum.
Hlaup Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sport Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Handbolti Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Fleiri fréttir „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Dagskráin í dag: Flottir leikir í Bónus deild karla og Big Ben Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Vålerenga fór illa að ráði sínu Tryggvi og félagar unnu 63 stiga sigur Daníel lokaði markinu í Skógarseli Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Cecilía hélt hreinu en Inter úr leik Í skýjunum eftir sex marka sigur: „Nálægt fullkomnun“ Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Hætti við að hætta og komst loksins á HM rúmlega fertugur Brjálaðist og réðst á yngri systur sína „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ „Réttur skóbúnaður hlýtur að hjálpa okkur“ Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Danir og Svíar gætu mæst í HM-umspilinu Rændur á meðan hann var að spila fyrsta leikinn sinn í NFL Manchester United með lið í NBA Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Sjá meira