Sara sátt við að hafa kvatt landsliðið: „Hélt allt of mörgum boltum á lofti“ Sindri Sverrisson skrifar 27. maí 2025 09:02 Sara Björk Gunnarsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir í faðmlagi eftir síðasta landsleik Söru á ferlinum, í Portúgal haustið 2022. Glódís tók svo við fyrirliðabandinu og nálgast magnað landsleikjamet Söru. vísir/Vilhelm Sara Björk Gunnarsdóttir kveðst aldrei hafa séð eftir þeirri ákvörðun sinni að hætta í íslenska landsliðinu í fótbolta, á þeim tveimur og hálfu ári sem síðan eru liðin. Hún fylgist vel með liðinu en nýtur þess að eiga frí með fjölskyldunni þegar landsleikjahlé eru. Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Sonur hennar, Ragnar Frank, var þá eins árs gamall en Sara sjálf 32 ára. Sara segir að þessari ákvörðun hafi ekki fylgt miklir bakþankar: „Nei. Ég var frekar sátt með mína ákvörðun varðandi landsliðið. Ég hef alltaf farið eftir magatilfinningunni og fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég hélt allt of mörgum boltum á lofti. Auðvitað hafa hlutirnir róast aðeins, Ragnar orðinn eldri og svona, en á sama tíma þá nýt ég þess þegar það eru landsleikjahlé að fá vikufrí með fjölskyldunni,“ segir Sara. Viðtalið við Söru í heild má sjá hér að neðan en hún ræðir um landsliðið á mínútu 30:10. Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn,“ segir Sara. Sara Björk lék á fjórum Evrópumótum, síðast á EM í Englandi 2022.VÍSIR/VILHELM „Frábær árangur og hún á enn mikið inni“ Arftaki Söru sem fyrirliði landsliðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, hefur tekið við keflinu sem fremsta knattspyrnukona landsins og nálgast óðum landsleikjametið. Glódís hefur leikið 134 landsleiki og er því aðeins ellefu leikjum frá því að jafna met Söru. „Glódís er bara að standa sig vel. Hún hefur verið svo ótrúlega stöðug – leikmaður sem spilar alltaf vel. Og greip tækifærið sem hún fékk hjá Bayern, að taka við fyrirliðabandinu þar í þessum hópi sem er búinn að vinna núna titilinn þrjú ár í röð. Svo er hún líka alltaf góð með landsliðinu. Ótrúlega mikilvæg fyrir liðið. Þetta er frábær árangur hjá henni og hún á enn mikið inni,“ segir Sara. Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. 26. maí 2025 11:31 Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Þrátt fyrir að hafa áður spilað með tveimur af allra bestu fótboltaliðum heims þá hefur Sara Björk Gunnarsdóttir hvergi fengið hærri laun en í Sádi-Arabíu í vetur. Hún á í viðræðum um að spila þar áfram á næstu leiktíð. 26. maí 2025 08:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Sara lék sinn fyrsta landsleik árið 2007, enn aðeins sextán ára gömul, og á leikjametið á Íslandi með því að hafa spilað 145 leiki. Hún fór til að mynda fjórum sinnum á EM en eftir að Íslandi mistókst að komast á HM, með sáru tapi í framlengdum leik í Portúgal haustið 2022, ákvað Sara að landsliðsskórnir færu á hilluna. Sonur hennar, Ragnar Frank, var þá eins árs gamall en Sara sjálf 32 ára. Sara segir að þessari ákvörðun hafi ekki fylgt miklir bakþankar: „Nei. Ég var frekar sátt með mína ákvörðun varðandi landsliðið. Ég hef alltaf farið eftir magatilfinningunni og fannst þetta rétti tímapunkturinn. Ég hélt allt of mörgum boltum á lofti. Auðvitað hafa hlutirnir róast aðeins, Ragnar orðinn eldri og svona, en á sama tíma þá nýt ég þess þegar það eru landsleikjahlé að fá vikufrí með fjölskyldunni,“ segir Sara. Viðtalið við Söru í heild má sjá hér að neðan en hún ræðir um landsliðið á mínútu 30:10. Landsliðsþjálfarar Íslands hafa ekki reynt að fá hana til að snúast hugur og Sara hefur í vetur einbeitt sér að því að spila með liði Al Qadsiah í sádiarabísku deildinni. Hún fylgist þó með framgangi íslenska liðsins og segir allt opið fyrir liðið á Evrópumótinu í Sviss í sumar en að til þess þurfi meiri stöðugleika. „Ég fylgist með liðinu. Mér finnst þær vera upp og niður. Þær eiga sína leiki eins og þegar þær unnu til dæmis Þýskaland í fyrra hér heima. Það var ótrúlegt – frábær leikur. En mér finnst vanta ákveðinn stöðugleika í liðið. Þetta er eiginlega alltaf það sama, um að halda bolta betur innan liðsins. Og þegar ég horfi á leikina núna í sjónvarpi þá sé ég að það eru möguleikar til staðar. Við erum með leikmenn sem eiga að geta tekið meira við boltanum á miðjunni en mér finnst alltaf smástress, kannski smáhræðsla eða óöryggi, og við lendum oft í þessum löngu boltum. Það virkar oft en er líka takmarkað stundum, sérstaklega þegar hin liðin lesa það og taka Sveindísi út. Þá er jókerinn okkar farinn,“ segir Sara. Sara Björk lék á fjórum Evrópumótum, síðast á EM í Englandi 2022.VÍSIR/VILHELM „Frábær árangur og hún á enn mikið inni“ Arftaki Söru sem fyrirliði landsliðsins, Glódís Perla Viggósdóttir, hefur tekið við keflinu sem fremsta knattspyrnukona landsins og nálgast óðum landsleikjametið. Glódís hefur leikið 134 landsleiki og er því aðeins ellefu leikjum frá því að jafna met Söru. „Glódís er bara að standa sig vel. Hún hefur verið svo ótrúlega stöðug – leikmaður sem spilar alltaf vel. Og greip tækifærið sem hún fékk hjá Bayern, að taka við fyrirliðabandinu þar í þessum hópi sem er búinn að vinna núna titilinn þrjú ár í röð. Svo er hún líka alltaf góð með landsliðinu. Ótrúlega mikilvæg fyrir liðið. Þetta er frábær árangur hjá henni og hún á enn mikið inni,“ segir Sara.
Landslið kvenna í fótbolta EM 2025 í Sviss Tengdar fréttir Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30 Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. 26. maí 2025 11:31 Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Þrátt fyrir að hafa áður spilað með tveimur af allra bestu fótboltaliðum heims þá hefur Sara Björk Gunnarsdóttir hvergi fengið hærri laun en í Sádi-Arabíu í vetur. Hún á í viðræðum um að spila þar áfram á næstu leiktíð. 26. maí 2025 08:02 Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Fleiri fréttir Lamine Yamal hefur þurft að þola tvöfalt meiri rasisma en Vinicius Junior Messi um endurkomu til Barcelona: „Ég vona það einn daginn“ „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Mætti sínu gamla liði í fyrsta sinn og skoraði tvö sjálfsmörk Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Stelpurnar okkar byrja á erfiðasta glugga sögunnar Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Sara Björk Gunnarsdóttir fékk sinn skerf af gagnrýni fyrir að ákveða að flytja til Sádi-Arabíu með fjölskyldu sinni, til að spila þar fótbolta í vetur. Svo mikla að það lá við vinslitum. Hún hafði sjálf sínar efasemdir um landið, vegna umræðu um víðtæk mannréttindabrot, en segir tímann þar hafa verið algjört ævintýri og nýtur þess að miðla reynslu til heimastelpnanna. 22. maí 2025 08:30
Sara óvart í stuttbuxum í kringlu: „Kölluðu á mig að koma mér út“ Knattspyrnukonan Sara Björk Gunnarsdóttir segir það hafa gengið vel að aðlagast miklum menningarmun með því að flytja ásamt fjölskyldu sinni til Sádi-Arabíu í fyrra. Hún lenti þó í ákveðnum hremmingum í verslunarmiðstöð þegar hún var nýflutt til landsins. 26. maí 2025 11:31
Bestu laun Söru en ekkert stökk: „Held að fólk sé að búa sér til einhverjar tölur“ Þrátt fyrir að hafa áður spilað með tveimur af allra bestu fótboltaliðum heims þá hefur Sara Björk Gunnarsdóttir hvergi fengið hærri laun en í Sádi-Arabíu í vetur. Hún á í viðræðum um að spila þar áfram á næstu leiktíð. 26. maí 2025 08:02