Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Ágúst Orri Arnarson skrifar 20. maí 2025 13:01 Napoli er í bílstjórasætinu og getur orðið ítalskur meistari í annað sinn á þremur árum. Alessandro Sabattini/Getty Images Napoli getur tryggt sér ítalska deildarmeistaratitilinn næsta föstudag en ef Inter tekst að jafna liðið að stigum verður hreinn úrslitaleikur um titilinn spilaður á mánudag á Ólympíuleikvanginum í Róm. Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli. Ítalski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Fleiri fréttir Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Napoli er með eins stigs forystu í efsta sæti deildarinnar, með 79 stig, en Inter er í öðru sæti með einu stigi minna. Napoli getur því tryggt sér titilinn með sigri á heimavelli gegn Cagliari á föstudagskvöldið. Inter spilar útileik gegn Como á sama tíma. Aðrir leikir í lokaumferð ítölsku úrvalsdeildarinnar fara fram á laugardag og sunnudag. Samkvæmt reglum á Ítalíu er ekki horft til markatölu ef liðin enda jöfn að stigum. Sem þýðir að ef Napoli tapar og Inter gerir jafntefli verður hreinn úrslitaleikur spilaður næsta mánudag. Lokaumferðin öll átti að fara fram næsta sunnudag en breyttist vegna stöðunnar á toppnum. Samkvæmt La Gazzetta dello Sport hafa Napoli og Inter ólíkar skoðanir á þessu og vildu Inter menn að lokaumferðin færi fram á fimmtudagskvöld, svo að þeir fengju sem lengstan tíma til að undirbúa úrslitaleik Meistaradeildarinnar gegn PSG, sem fer fram laugardaginn 31. maí. Napoli menn eru hins vegar sagðir sáttir með að hafa lokaumferðina á föstudagskvöldinu, til að hægt sé að fagna titlinum alla helgina, og það ku sömuleiðis vera eitthvað sem hugnast sjónvarpsrétthafanum DAZN. Þó markatalan ráði ekki úrslitum deildarinnar, ef liðin enda jöfn að stigum, á hún samkvæmt reglum að ákvarða hvort liðið fær heimavallarrétt í úrslitaleiknum. Inter er með betri markatölu og úrslitaleikurinn ætti því að vera spilaður á San Siro. En vegna áhættumats varðandi áhorfendur Napoli, sem hafa margoft verið bannaðir á leikjum í höfuðborginni, verður leikurinn spilaður á Ólympíuleikvanginum í Róm, ef hann fer fram. Þá verður farið beint í vítaspyrnukeppni ef leikurinn endar með jafntefli.
Ítalski boltinn Mest lesið Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Íslenski boltinn Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Barcelona rúllaði yfir Como Fótbolti Fleiri fréttir Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Íslenski boltinn