Biggi ekki lengur lögga Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2025 14:28 Birgir Örn er þekktur fyrir að hafa húmorinn að leiðarljósi eins og Edda Björgvins leikkona. Birgir Örn Guðjónsson, betur þekktur sem Biggi lögga, er hættur í löggunni. Birgir hefur ráðið sig sem deildarstjóra hjá Barna- og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem er í smíðum. Hann er þakklátur fyrir ár sín í einkennisbúningi lögreglunnar. Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“ Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira
Birgir opinbera tíðindin í færslu á Facebook og rifjar upp þegar hann tók skyndiákvörðun fyrir rúmum tuttugu árum að sækja um í lögregluskólanum. „Ég hafði aldrei haft þann draum um að gerast lögga og það var í raun algjörlega úr mínum karakter, að mér fannst, að fara í slíkt starf. Ég heillaðist engu að síður fljótt af starfinu og þá sérstaklega þeirri hlið að fá tækifæri að hjálpa og hafa áhrif á líf fólks, oft á þeirra erfiðustu tímum í lífinu. Ég hef alltaf verið mjög forvarnarmiðaður í hugsun og starfið mitt í löggunni hefur litaðist mjög af því. Ég hef meðal annars tekið þátt í allskonar forvarnarverkefnum, bæði hérlendis og erlendis og meðal annars komið að því að gera verklag og þjálfa lögreglumenn víðsvegar um Evrópu. Upp á síðkastið hef ég svo verið rannsóknarlögreglumaður í miðlægri kynferðisbrotadeild. Ástæðan fyrir því að ég valdi þá deild var einnig forvarnarlegs eðlis vegna þess hversu gífurleg áhrif kynferðisbrot hafa oft á líf fólks og framtíð,“ segir Birgir. Biggi lögga var gestur hjá Soffíu í þáttunum Skreytum hús um árið.Skreytum hús Nú sé komið að kaflaskilum. „Eftir rúm tuttugu ár er löggubúningurinn kominn á hilluna. Mér hefur boðist staða utan lögreglunnar og hef ég nú þegar hafið störf. Þetta er spennandi starf þar sem ég er sannfærður um að reynsla mín komi að gagni auk þess sem það fellur algjörlega að minni hugsjón. Ég hef verið ráðinn sem deildarstjóri hjá Barna og fjölskyldustofu á nýju stuðningsheimili sem við munum opna á næstu mánuðum. Þetta er ótrúlega spennandi starf í gífurlega mikilvægum málaflokki sem hjarta mitt hefur alla tíð slegið fyrir. Sem betur fer er margt í gangi í málaflokknum, enda þörfin mikil, og spennandi tímar framundan. Það eru því bæði forréttindi og áskorun að fá að taka þátt í þeirri uppbyggingu,“ segir Birgir. Biggi undir stýri í lögreglubúningnum. „Það er pínu skrýtið að fara í annað starf eftir allan þennan tíma í lögreglunni þegar sjálfið manns og meira að segja nafnið er svona tengt starfinu, en ég er sjúklega spenntur fyrir komandi tímum. Ég er endalaust þakklátur fyrir allt það frábæra fólk sem ég hef unnið með í lögreglunni og ég hlakka til áframhaldandi samstarfs. Það er nefnilega engin stofnun eyland í þessum málaflokki. Farsælt samstarf er lykill.“
Lögreglan Vistaskipti Barnavernd Börn og uppeldi Fjölskyldumál Mest lesið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Lífið Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Lífið „Það er smá búið að ljúga að okkur sem er reyndar ekki í fyrsta skipti“ Lífið „Ekki spá í hvað öðrum finnst“ Tíska og hönnun George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Menning Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Lífið Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Menning Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Lífið Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Lífið Fleiri fréttir Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Stórstjörnur í snjóbrettasenunni fögnuðu Fann engin önnur ráð en „að ganga í söfnuð Votta Jehóva“ Einbýlishús í Garðabænum eftir miklar framkvæmdir Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ „Konan hans hlýtur að taka á honum þegar hún heyrir þetta“ Slær á sögusagnirnar með lúmskum skilaboðum Eins og sebrahestur umkringdur ljónum Sjáðu nýtt og stærðarinnar veitingasvæði í Smáralind Löggunni ekki boðið en mætti tvisvar til Jenner Binni ætlaði að sjóða kartöflur í hraðsuðukatli Ein besta knattspyrnukona landsins frátekin Leikkonan Sally Kirkland er látin Jana Steingríms og Lilja Ketils héldu bleikt partý Úrslitin réðust í lokaspurningu um mislukkaðan uppfinningamann Gulli áttaði sig skyndilega á því að hann væri í miðjum Heimsóknarþætti Fellaskóli vann Skrekk Innlit: Hlýlegt heimili í sögulegri viðbyggingu í Vesturbænum Fersk og bragðgóð Chimichurri-kryddblanda Kim féll Gleðilegan feðradag: „Við verðum fjögur í apríl“ Umhverfisráðherra á von á barni GDRN og Árni Steinn eiga von á sínu öðru barni Stjörnulífið: Uniqlo á Suðurlandi Stór hluti fólks „aumingjar og haugar“ Hefur engan kynferðislegan áhuga á óléttri konu sinni Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Krakkatían: Skrímslasveitin, söngleikur og framhaldsmynd Sjá meira