Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Jakob Bjarnar skrifar 19. maí 2025 08:22 Halldóra Geirharðsdóttir sleppti takinu og hefur aldrei haft meira að gera. vísir/Eyþór Halldóra Geirharðsdóttir leikkona segist hafa viljað sleppa öllu öryggi þegar hún ákvað að segja upp í Borgarleikhúsinu eftir 30 ár. Halldóra, sem er gestur í nýjasta hlaðvarpi Sölvar Tryggvasonar. Hún segist finna sig vel í nýjum lífsstíl sem sjálfstætt starfandi einstaklingur, en hún sé enn að leita að hinum gullna meðalvegi í að taka ekki að sér of mörg verkefni: „Ég hef verið að skoða undanfarið hvernig ég vil hafa líf mitt og hvað ég vil gera. Ég er búin að segja upp í leikhúsinu eftir 30 ár og finnst frábært að lifa þessu „freelance“ lífi núna.“ Engin öryggislína þegar hún sagði upp samningi sínum Síðast þegar Halldóra sagði upp endaði það á að verða eins árs launalaust leyfi, en núna ákvað húna að segja alveg upp samningnum og láta ekki neitt bíða sín. „Ég vil ekki hafa neina öryggislínu sem bíður mín og ég finn að það að sleppa alveg örygginu leysir einhverja nýja orku úr læðingi. Ég er að æfa mig í að hlusta á hvar ég vil segja já og gera það sem mig langar að gera.“ Halldóra segist vera að gera fullt af skemmtilegum hlutum, en það komi stundum vikur þar sem er svo mikið á borðinu að hún hef aldrei haft jafnmikið að gera. „Kosturinn við þetta líf er að ég á „já-in“ og ég ræð hvað ég tek að mér, en ókosturinn getur verið að maður er tættur og er búinn að raða of miklu á dagskránna. Ég er enn að læra inn á að finna þetta gullna jafnvægi eftir að ég varð sjálfstætt starfandi.“ Halldóra, sem er ein reyndasta leikkona Íslands talar í þættinum um listina og það hvernig leikarar þurfa að finna leiðir til að endurnýja drifkraftinn þegar leikverk ganga vel: „Þegar erindið er mikið og maður er að byrja leiksýningu eða verk, getur maður gengið býsna lengi á erindinu. Fyrstu 20-30 sýningarnar getur maður gengið á erindinu og drifkrafturinn kemur þaðan. Það er ofboðslegt afl að eiga erindi og það gefur manni mikinn kraft. En þegar það tímabil er búið getur oft verið erfitt að finna innblásturinn og þá þarf maður að leita inn á við og finna leiðir til að endurnýja sig.“ Lét 244 Bubba-sýningar Halldóra þekkir þetta vel af eigin raun, meðal annars þegar hún lék 244 sýningar af leikverkinu 9 líf í Borgarleikhúsinu. „Spurningin sem ég þurfti að spyrja mig var hvernig ég gæti skilað jafn góðri frammistöðu þrátt fyrir líkamlegar og andlegar hindranir. Allir borga 13 þúsund kall fyrir miðann á sýninguna og eiga rétt á jafngóðri sýningu og frammistöðu frá mér.“ Halldóra segist stundum hafa þurft að finna leiðir til að tengjast þakklætinu og þar gátu ótrúlegustu hlutir orðið að liði, ef svo má segja. Fjölskyldan lagðist í tíu mánaða lærdómsríkt flakk um heiminn.vísir/Eyþór „Eins og í eitt skiptið þegar ég var á leiðinni á sýningu og sá árekstur á leiðinni. Þá fékk ég mikið þakklæti yfir því að vera á lífi og gat notað það sem innblástur til að finna innilegt þakklæti yfir því að fá að vinna þessa vinnu. Aðalatriðið er að finna leiðir til að komast í ferska uppsprettu af innblæstri og drifkrafti aftur og aftur þegar nýjabrumið er ekki lengur til staðar.“ Halldóra og Sölvi fara í þættinum yfir tímabilið þegar hún fór í heimsreisu með alla fjölskylduna, þar sem þau voru á flakki í rúma 10 mánuði. „Ég var svo heppin að vera með góðan þerapista á þessum tíma, sem hvatti mig til að láta verða af þessu. Ég áttaði mig á því að þetta væri heilbrigður draumur sem ég ætti að láta verða af. En það tók í raun 8 ár frá því að þessi hugmynd kviknaði og þar til hún varð að veruleika. Það var eiginlega ekki fyrr en ég kom út af skrifstofunni hjá leikhússtjóranum og hafði sagt upp tímabundið sem ég áttaði mig á því að þetta gæti orðið að veruleika.“ Lærdómsrík tíu mánaða heimsreisa Öll fjölskyldan tók tíu mánuði í að fara í heimsreisu og Halldóra segir það hafa verið stórkostlegt. Að borða allar máltíðir dagsins með börnunum sínum í nánast heilt ár og vera í svona miklum samvistum með þeim. „Fyrir vestrænar manneskjur er það alveg einstakt. Það var gaman fyrst að tékka í boxin, en svo náðum við að komast inn í þennan „slow travel“ fíling og þar fórum við að fá miklu meira út úr ferðinni.“ Halldóra segir það að hafa verið svona lengi frá sínu venjulega umhverfi strekki á tímaboganum og á einhverjum punkti nær maður því að raunverulega njóta þess að vera bara í núinu og lifa einn dag í einu. „Þegar við komum til frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafinu fóru börnin aftur í skóla og þá fyrst hafði ég mikinn tíma þegar ég fór úr stöðugu mömmuhlutverki. Þá sat ég uppi með sjálfa mig og það var fyrst mikil angist þar sem mér fannst að ég ætti að vera á Íslandi að æfa einhver hlutverk eða vera að gera eitthvað.“ En svo fór Halldóra bara að hanga í hafinu og láta sér leiðast. Smám saman fór eitthvað mjög fallegt að gerast. „Ég var fyrst alltaf að rífa mig úr núinu, en þegar það var búið að hægja nógu mikið á mér gerðist allt í einu eitthvað kraftaverk.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Halldóru og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Leikhús Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira
„Ég hef verið að skoða undanfarið hvernig ég vil hafa líf mitt og hvað ég vil gera. Ég er búin að segja upp í leikhúsinu eftir 30 ár og finnst frábært að lifa þessu „freelance“ lífi núna.“ Engin öryggislína þegar hún sagði upp samningi sínum Síðast þegar Halldóra sagði upp endaði það á að verða eins árs launalaust leyfi, en núna ákvað húna að segja alveg upp samningnum og láta ekki neitt bíða sín. „Ég vil ekki hafa neina öryggislínu sem bíður mín og ég finn að það að sleppa alveg örygginu leysir einhverja nýja orku úr læðingi. Ég er að æfa mig í að hlusta á hvar ég vil segja já og gera það sem mig langar að gera.“ Halldóra segist vera að gera fullt af skemmtilegum hlutum, en það komi stundum vikur þar sem er svo mikið á borðinu að hún hef aldrei haft jafnmikið að gera. „Kosturinn við þetta líf er að ég á „já-in“ og ég ræð hvað ég tek að mér, en ókosturinn getur verið að maður er tættur og er búinn að raða of miklu á dagskránna. Ég er enn að læra inn á að finna þetta gullna jafnvægi eftir að ég varð sjálfstætt starfandi.“ Halldóra, sem er ein reyndasta leikkona Íslands talar í þættinum um listina og það hvernig leikarar þurfa að finna leiðir til að endurnýja drifkraftinn þegar leikverk ganga vel: „Þegar erindið er mikið og maður er að byrja leiksýningu eða verk, getur maður gengið býsna lengi á erindinu. Fyrstu 20-30 sýningarnar getur maður gengið á erindinu og drifkrafturinn kemur þaðan. Það er ofboðslegt afl að eiga erindi og það gefur manni mikinn kraft. En þegar það tímabil er búið getur oft verið erfitt að finna innblásturinn og þá þarf maður að leita inn á við og finna leiðir til að endurnýja sig.“ Lét 244 Bubba-sýningar Halldóra þekkir þetta vel af eigin raun, meðal annars þegar hún lék 244 sýningar af leikverkinu 9 líf í Borgarleikhúsinu. „Spurningin sem ég þurfti að spyrja mig var hvernig ég gæti skilað jafn góðri frammistöðu þrátt fyrir líkamlegar og andlegar hindranir. Allir borga 13 þúsund kall fyrir miðann á sýninguna og eiga rétt á jafngóðri sýningu og frammistöðu frá mér.“ Halldóra segist stundum hafa þurft að finna leiðir til að tengjast þakklætinu og þar gátu ótrúlegustu hlutir orðið að liði, ef svo má segja. Fjölskyldan lagðist í tíu mánaða lærdómsríkt flakk um heiminn.vísir/Eyþór „Eins og í eitt skiptið þegar ég var á leiðinni á sýningu og sá árekstur á leiðinni. Þá fékk ég mikið þakklæti yfir því að vera á lífi og gat notað það sem innblástur til að finna innilegt þakklæti yfir því að fá að vinna þessa vinnu. Aðalatriðið er að finna leiðir til að komast í ferska uppsprettu af innblæstri og drifkrafti aftur og aftur þegar nýjabrumið er ekki lengur til staðar.“ Halldóra og Sölvi fara í þættinum yfir tímabilið þegar hún fór í heimsreisu með alla fjölskylduna, þar sem þau voru á flakki í rúma 10 mánuði. „Ég var svo heppin að vera með góðan þerapista á þessum tíma, sem hvatti mig til að láta verða af þessu. Ég áttaði mig á því að þetta væri heilbrigður draumur sem ég ætti að láta verða af. En það tók í raun 8 ár frá því að þessi hugmynd kviknaði og þar til hún varð að veruleika. Það var eiginlega ekki fyrr en ég kom út af skrifstofunni hjá leikhússtjóranum og hafði sagt upp tímabundið sem ég áttaði mig á því að þetta gæti orðið að veruleika.“ Lærdómsrík tíu mánaða heimsreisa Öll fjölskyldan tók tíu mánuði í að fara í heimsreisu og Halldóra segir það hafa verið stórkostlegt. Að borða allar máltíðir dagsins með börnunum sínum í nánast heilt ár og vera í svona miklum samvistum með þeim. „Fyrir vestrænar manneskjur er það alveg einstakt. Það var gaman fyrst að tékka í boxin, en svo náðum við að komast inn í þennan „slow travel“ fíling og þar fórum við að fá miklu meira út úr ferðinni.“ Halldóra segir það að hafa verið svona lengi frá sínu venjulega umhverfi strekki á tímaboganum og á einhverjum punkti nær maður því að raunverulega njóta þess að vera bara í núinu og lifa einn dag í einu. „Þegar við komum til frönsku Pólýnesíu í Kyrrahafinu fóru börnin aftur í skóla og þá fyrst hafði ég mikinn tíma þegar ég fór úr stöðugu mömmuhlutverki. Þá sat ég uppi með sjálfa mig og það var fyrst mikil angist þar sem mér fannst að ég ætti að vera á Íslandi að æfa einhver hlutverk eða vera að gera eitthvað.“ En svo fór Halldóra bara að hanga í hafinu og láta sér leiðast. Smám saman fór eitthvað mjög fallegt að gerast. „Ég var fyrst alltaf að rífa mig úr núinu, en þegar það var búið að hægja nógu mikið á mér gerðist allt í einu eitthvað kraftaverk.“ Hægt er að nálgast viðtalið við Halldóru og öll viðtöl og podköst Sölva Tryggvasonar inni á solvitryggva.is
Hlaðvörp Podcast með Sölva Tryggva Leikhús Mest lesið „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Lífið Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Ástfangin á ný Lífið Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Serumið sem snýr öldrun húðarinnar við Lífið samstarf Fleiri fréttir „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Sjá meira