„Leikmenn fá frípassa til þess að meiða í pirringi“ Sesselja Ósk Gunnarsdóttir skrifar 17. maí 2025 21:02 Breiðablik - Þór / KA besta deild kvenna Sumar 2024 Jóhann Kristinn Gunnarsson Vísir/Pawel Cieslikiewicz Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var ánægður með sigur liðsins gegn Fram í Bestu deildinni í dag en kallaði eftir að leikmenn væru betur verndaðir inni á vellinum. Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“ Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira
Jóhann Kristinn sagði að leikáætlunin hefði að einhverju leyti gengið upp hjá liði Þór/KA í dag. „Já og nei, það gekk vel að skora og við hefðum viljað fleiri mörk. Mér fannst við skapa nóg af færum en mér fannst við hleypa hættulegum leikmönnum þeirra í of góðar stöður og mér fannst við búa til öll færin fyrir þær og það var óþarfi.“ Hann var þó auðvitað ánægður með stigin þrjú. „Við verðum búin að gleyma því eftir viku að vinna 3-1 því það er eins og með töpin þá muna menn bara úrslitin en við hirðum stigin og erum mjög ánægð með það.“ Jóhann Kristinn var þó ósáttur með það sem hann kallaði frípassa til að meiða andstæðing í pirringi. „Ég var ánægður með stelpurnar því við erum alltaf að lenda í smá skakkaföllum. Ég er svo hrikalega ánægður með hópinn og það kemur maður í manns stað sama á hvað bjátar og þær leysa þetta mjög vel. Við höfum þurft að hreyfa liðið mikið útaf allskonar og þess vegna er ég svona ósáttur núna við leikstjórnina í þessum leik.“ „Það er ekkert sem gerist í þessu en ef maður hefði talist eitthverntíman sem leikmaður þá hefði ég verið mikið til í að fá svona frípassa að meiða einhvern í pirringi eins og við erum að horfa á hérna í dag. Við erum búin að missa leikmenn útaf þessu í meiðsli og erum mögulega að gera það í dag aftur og það er gjörsamlega óþolandi, það er ekki flókið hlutverk að verja leikmenn og ég er mjög ósáttur með það að það sé ekki tekið á þessu.“ Henríetta Ágústsdóttir leikmaður Þór/KA var frábær í fyrri hálfleik en Alda Ólafsdóttir leikmaður Fram fór í glannalega tæklingu á 31. mínútu og lá Henríetta eftir og þurfti á aðhlynningu sjúkraþjálfara að halda. Hún kláraði þó að spila fyrri hálfleik en neyddist út af vellinum á fyrstu mínútu í seinni hálfleik. „Staðan á Henríettu er ekkert spes af því að framherji Fram fékk frípassa til þess að meiða í pirringi og ég er hrikalega ósáttur með það. Þetta þýðir að nú er bara keppni fyrir hana að reyna að jafna sig á eitthverjum vikum og því miður lítur þetta ekki nógu vel út.“
Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fram Þór Akureyri KA Mest lesið Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Íslenski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild karla á sviðið Sport Fleiri fréttir Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Barcelona rúllaði yfir Como Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Uppgjörið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Brøndby náði í sigur heimafyrir Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Sjá meira