„Þurfum að fara í miklu öflugra samtal við stjórnvöld“ Sindri Sverrisson skrifar 17. maí 2025 14:57 Willum Þór Þórsson ætlar að taka til óspilltra málanna sem nýr forseti ÍSÍ. vísir/Anton „Það eru alls konar tilfinningar en fyrst og fremst þakklæti og auðmýkt. En ég er vissulega mjög meðvitaður um ríka ábyrgð sem að hvílir á þessu embætti,“ segir Willum Þór Þórsson eftir að hafa verið kjörinn nýr forseti ÍSÍ með miklum yfirburðum. „Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan. ÍSÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira
„Ég er að fara í þetta af heilum hug vegna þess að ég brenn fyrir íþróttir og íþróttahreyfinguna, forvarnir og lýðheilsu. Af því sprettur afrekið og allir hér inni eru með því hugarfari,“ segir Willum en viðtal við hann, sem tekið var á íþróttaþingi ÍSÍ í dag, má sjá í heild í spilaranum hér að neðan. Klippa: Willum nýr forseti ÍSÍ Rætt hefur verið um það að starf forseta ÍSÍ ætti að verða að launuðu starfi, miðað við ábyrgðina sem fylgir því, og spurði Ágúst Orri Arnarson Willum út í það: „Allt þetta góða fólk sem er búið að vera hér á þessu íþróttaþingi er meira og minna 24/7 í vinnu, með keflið fyrir íþróttahreyfinguna. Þannig er þetta og það er það sem maður gerir upp við sig þegar maður ákveður að fara í þetta. Maður er ekki að velta fyrir sér að þetta hafi verið ólaunað starf hingað til eða hvort það komi á einhverjum tímapunkti samþykkt af þinginu um einhverjar launagreiðslur.“ Willum kvaðst staðráðinn í að hefja störf strax á morgun og var spurður út í sín helstu áherslumál: „Við í hreyfingunni þurfum að tala meira saman. Vinna betur saman og skerpa á okkar hlutverkum. Þjónusta okkar fólk úti um allt land. Formgera og þjónustuvæða skipulagið, styðja betur við fólkið okkar sem er með kyndilinn, þannig að við þjónustum iðkendur betur, og þannig iðkum við það sem við predikum. Verðum liðið á bakvið liðið í að ná árangri. En við þurfum líka að fara í miklu, miklu öflugra samtal við stjórnvöld sem verða að horfast í augu við það að sjálfboðaliðastarfið á allt undir högg að sækja, í flóknara samfélagi. Þau þurfa að fjárfesta meira, í forvörnum og lýðheilsu,“ sagði Willum og bætti við: „Íþróttir eru langáhrifamesti þátturinn í forvörnum og lýðheilsu.“ Willum Þór Þórsson klappar eftir ræðu á íþróttaþingi ÍSÍ í dag.vísir/Anton Spurður út í aðstöðumál íslenskra landsliða, til að mynda í fótbolta og inniíþróttum á borð við handbolta og körfubolta, svaraði Willum: „Við höfum því miður kannski reitt okkur um of á allt þetta duglega fólk sem að drífur hreyfinguna áfram, meira og minna í sjálfboðavinnu í gegnum tíðina, og látið hjá líða að byggja utan um landsliðin okkar og afreksfólkið í fjölmörgum greinum. Við þekkjum umræðuna undanfarin misseri um þjóðarhöllina, þjóðarleikvanginn, en núna er eitthvað að gerast og við þurfum að fylgja því eftir.“ Nánar er rætt við Willum um nýja embættið, stefnu hans og markmið í spilaranum hér að ofan.
ÍSÍ Mest lesið „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sport Messi laumaðist inn á leikvang Barcelona og lét engan vita Fótbolti Gummi Ben fékk hláturskast ársins Fótbolti Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Fótbolti Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Sport Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Íslenski boltinn María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Fótbolti Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir Fótbolti „Menn beita öllum brögðum“ Enski boltinn Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Enski boltinn Fleiri fréttir Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arna hélt hreinu og lagði upp sigurmarkið Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima Uppfyllir ósk náins vinar og skrifar undir eins dags samning Vann sex hundruð milljónir en neitaði að vera á mynd með yfirmanni WTA Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Graham Potter: Það er allt í lagi með Alexander Isak Mamma hans trúði honum ekki Setja rúma fjóra milljarða í það að losa fótboltavelli við allt gúmmikurlið Er ekki viss um að liðin á suðvesturhorninu væru til í þetta Barcelona fór á bak við spænska sambandið og sendi Yamal í aðgerð FH-stelpurnar sáu um mörkin í sannfærandi sigri Íslands „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Þurfa að borga háar fjárhæðir fyrir bílastæði á HM Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Liverpool-stjarna vill ekki spila fyrir ítalska landsliðið María valin nýliði ársins: Eins óútreiknanleg og Eyjafjallajökull Missa af landsleik af því að þeir eru ekki bólusettir „Eitthvað sem þarf að endurvekja líka“ „Vont að vakna einn daginn og geta ekki gert það sem ég vil“ Gummi Ben fékk hláturskast ársins Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum „Allir í kringum íþróttir ættu að hafa áhyggjur“ Sjá meira