Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 14:32 Dedrick Basile býr sig undir að skjóta. vísir/hulda margrét Dedrick Basile, leikstjórnandi Tindastóls, viðurkennir að Stólarnir hafi misst stjórn á tilfinningum sínum í öðrum leiknum gegn Stjörnumönnum í úrslitum Bónus deildar karla í körfubolta. Hann er staðráðinn í að vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30. Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
„Ég held að við þurfum að vera tilbúnari andlega. Stjarnan barðist vel í síðasta leik svo nú þurfum við að standa saman í mótlætinu,“ sagði Basile í samtali við íþróttadeild. Stólarnir virtust illa fyrir kallaðir í leiknum í Garðabænum á sunnudaginn, þá sérstaklega Dimitrios Agravanis sem var rekinn út úr húsi. „Við misstum hausinn. Stjarnan barðist vel eins og ég sagði og unnu okkur sanngjarnt. Við misstum hausinn í miðjum 3. leikhluta og gátum ekki komið til baka,“ sagði Basile. Hann er á sínu fimmta tímabili hér á landi en hann hefur einnig leikið með Þór Ak., Njarðvík og Grindavík. Hann komst í úrslit með Grindvíkingum í fyrra en dreymir um að fara alla leið í ár og vinna Íslandsmeistaratitilinn. „Mér finnst að ég hafi unnið allt annað, bikarinn, og mig vantar bara titilinn. Þetta er mitt besta tækifæri. Ég fékk gott tækifæri í fyrra og ég tel að möguleikinn í ár sé líka góður. Svo það er klárlega pressa að reyna að ná þessu,“ sagði Basile. Klippa: Viðtali við Dedrick Basile Hann segir að Stólarnir séu vel undirbúnir og klárir í slaginn í kvöld. „Við erum tilbúnir. Við ræddum vel saman. Við þurfum að laga litlu hlutina, spila betri vörn og ef við gerum það sem við eigum að gera eigum við góða möguleika á að vinna þennan leik,“ sagði Basile. Agravanis eldri verður ekki með Tindastóli í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. „Hann er stór hluti af liðinu okkar en við spiluðum án hans fyrri hluta tímabils. Við þurfum klárlega á honum að halda en erum vanir að spila án hans. Við finnum út úr þessu,“ sagði Basile. Hann er ekki í neinum vafa hver lykilinn að sigrinum verður. „Vörnin er stærsti hlutinn. Hún vinnur titla. Stjarnan er með kraftmikið sóknarlið þannig að við þurfum að gefa allt í vörnina til að halda aftur af þeim.“ Viðtalið við Basile má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Tindastóls og Stjörnunnar hefst klukkan 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 18:30.
Bónus-deild karla Tindastóll Stjarnan Tengdar fréttir Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31 „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33 Mest lesið „Þá sér maður að það brestur margur og klökknar“ Sport Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Enski boltinn Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Fótbolti Newcastle loks að fá leikmann Enski boltinn Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Íslenski boltinn Mun Jake Paul mæta Anthony Joshua í hringnum? Sport Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Enski boltinn Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Enski boltinn Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Enski boltinn Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enski boltinn Fleiri fréttir Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Það var mikill hraði og mikill hasar í Umhyggjuhöllinni í kvöld. Gestirnir frá Sauðárkróki sáu ekki til sólar í seinni hálfleik og enduðu á að missa tvo leikmenn út úr húsi. 11. maí 2025 19:31
„Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Stjarnan valtaði algjörlega yfir Tindastól í kvöld í öðrum leik liðanna í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í Bónus-deild karla. Lokatölur í Garðabæ 103-74 en frammistaða Stjörnumanna í seinni hálfleik var í hæsta gæðaflokki. 11. maí 2025 22:33