Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2025 15:45 Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks féllu úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar. getty/Justin Casterline Gamla körfuboltagoðið Charles Barkley vill að Giannis Antetokounmpo haldi kyrru fyrir hjá Milwaukee Bucks og klári ferilinn hjá félaginu í stað þess að eltast við meistaratitla annars staðar. Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2. NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira
Giannis hefur leikið með Milwaukee allan sinn feril í NBA og varð meistari með liðinu 2021. Síðustu ár hefur ekki gengið jafn vel hjá liðinu og það féll úr leik fyrir Indiana Pacers, 4-1, í 1. umferð úrslitakeppninnar á þessu tímabili. Í kjölfarið hefur mikið verið rætt og ritað um framtíð Giannis og hvort hann ætli að halda tryggð við Milwaukee eða róa á önnur og mögulega fengsælli mið. Barkley vill að hann ljúki ferlinum hjá Milwaukee. „Ég verð pirraður á fólki í sjónvarpi. Það segir að það sé kominn tími fyrir Giannis að yfirgefa Milwaukee. Bíddu, þau sögðu þetta aldrei um mig eða Patrick Ewing. Allt í einu þurfa leikmenn að vinna titil í dag,“ sagði Barkley í Inside the NBA á TNT. „Þegar ég var í Philly man ég ekki eftir gaurum segja: Þið eruð að sóa bestu árum Charles Barkley. Ég held áfram að spila því það er starfið mitt. Ég vildi vera hjá Philly allan ferilinn. Reggie Miller, ég dáist að honum. Dirk Nowitzki, ég dáist að honum. Þetta viðhorf um frábæra leikmenn, hvort sem þeir hafa unnið titil eða þeir eru ekki að vinna, að þeir verði að fara. Hann þarf ekki að fara. Ég myndi vilja sjá hann verja öllum ferlinum í Milwaukee. Þeir hafa unnið titil og ég vona að þeir vinni aftur hans vegna en ég hata þessa skoðun að hann verði að fara ef þeir vinna ekki.“ "He don't have to move. I would love to see him spend his entire career in Milwaukee" 🗣️Chuck has thoughts on the narrative shifts involving ring culture and team loyalty pic.twitter.com/RymC4zd0uc— NBA on TNT (@NBAonTNT) May 14, 2025 Giannis er leikja-, stiga-, frákasta- og stoðsendingahæsti leikmaður í sögu Milwaukee. Hann var valinn besti leikmaður úrslitaeinvígisins 2021 þar sem Milwaukee sigraði Phoenix Suns, 4-2.
NBA Mest lesið Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Körfubolti Leysti frá skjóðunni um hvað gerðist í þriðja hring Sport Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Körfubolti „Ég væri dáinn ef hún væri ekki hér“ Enski boltinn Úr efstu deild í fótbolta á HM í utanvegahlaupum: „Ætla að njóta sársaukans“ Sport Trump vill koma í veg fyrir að UEFA banni Ísrael Fótbolti Dóttir auðkýfings orðin forseti félags 23 ára gömul Fótbolti Chiesa græðir á óheppni landa síns Fótbolti Í beinni: Lille - Brann | Íslendingar berjast í Evrópudeild Fótbolti Kristófer djarfur í Fantasy: Tuttugu mínusstig í síðustu tveimur umferðum Enski boltinn Fleiri fréttir Yfirlýsing KKÍ: Hvorki vilja né geta tjáð sig um mál Davíðs Helenu nóg boðið: „Ætlum við í alvöru að leyfa þessu að gerast?“ Formaður dómaranefndar KKÍ tjáir sig ekki Um þögnina varðandi dómaramál KKÍ: „Þurfum að komast til botns í þessu“ Áfall fyrir Houston Forráðamenn KKÍ neita að tjá sig um dómaramálin Fannst skilaboðin frá dómaranefnd galin Mynd af ellefu ára leikmanni Real vekur athygli Davíð hættur: „Dreginn á asnaeyrunum“ Skömmuðust sín fyrir tap gegn Fjallinu: „Hann var ekki svona stór þá“ Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Ólöf Helga tekur við stjórninni: „Orðnar mjög spenntar fyrir fyrsta þætti“ NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Tryggvi varði flest skot á EM og tók næstflest fráköst Þjóðverjar Evrópumeistarar í annað sinn Grikkir stálheppnir að landa bronsinu Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Sjá meira