Logi á leið í burtu en ekki til Freys Sindri Sverrisson skrifar 13. maí 2025 13:00 Logi Tómasson í leiknum eftirminnilega gegn Wales í fyrra þar sem hann opnaði markareikning sinn fyrir íslenska landsliðið. vísir/Anton Norska knattspyrnufélagið Strömsgodset hefur samþykkt að selja landsliðsbakvörðinn Loga Tómasson sem mun vera á leið til Tyrklands. Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna. Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira
Logi hefur verið eftirsóttur og sérstaklega verið orðaður við félög Freys Alexanderssonar, fyrst Kortrijk í Belgíu og svo Brann eftir að Freyr flutti sig yfir til Noregs. Sjálfur lýsti Freyr yfir áhuga á leikmanninum, í óþökk þjálfara Strömsgodset. Það varð þó aldrei af því að Logi færi til Brann og nú hefur Strömsgodset, samkvæmt TV 2 í Noregi, komist að samkomulagi við tyrkneska félagið Samsunspor um sölu á hinum 24 ára gamla Loga. TV 2 segir þó að ekki séu öll smáatriði frágengin en að allt bendi til þess að Logi verði leikmaður Samsunspor. Miðillinn segir að Logi hafi verið mikilvægur hlekkur í liði Strömsgodset síðustu ár en hann kom til félagsins frá Víkingi í ágúst 2023. Samningur Loga við Strömsgodset gildir út árið 2026 og því eðlilegt að hann verði seldur í ár svo að félagið fái sem hæst verð fyrir kappann. TV 2 bendir hins vegar á að félagaskiptaglugginn í Tyrklandi opnist ekki fyrr en 1. júlí og að því gæti enn liðið nokkur tími þar til að allt verði frágengið. Strømsgodset har kommet til enighet med en utenlandsk klubb om et salg av Logi Tómasson. Islendingen signerer for sin nye klubb etter medisinsk test i løpet av de nærmeste ukene og forlater Norge i sommer. Godset er sikret opp mot 10 mill. kr for backen. pic.twitter.com/ZOokw5pyAx— Stian André de Wahl (@StianWahl) May 13, 2025 Stian André de Wahl, blaðamaður Nettavisen, segir að Logi muni gangast undir læknisskoðun á komandi vikum og í kjölfarið skrifa formlega undir samning við sitt nýja félag. Strömsgodset fái allt að tíu milljónir norskra króna í sinn hlut, eða um 126 milljónir íslenskra króna.
Norski boltinn Tyrkneski boltinn Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Sjá meira