„Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Siggeir Ævarsson skrifar 10. maí 2025 21:35 Brittany Dinksins dró sóknarvagninn í kvöld og er hvergi nærri hætt að eigin sögn Vísir/Jón Gautur Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“ Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Njarðvíkingar eru búnir að jafna úrslitaeinvígið gegn Haukum í Bónus-deild kvenna eftir góðan 94-78 sigur í kvöld og eru á leið í oddaleik. Brittany Dinkins var stigahæst Njarðvíkinga og var mætt beint í viðtal til Andra Más eftir leik. Hún er ennþá með augun á lokatakmarkinu þrátt fyrir tvo góða sigra í röð. „Þetta er góð tilfinning. Við ætlum að fagna núna en við verðum líka áfram hungraðar.“ Andri spurði hvað hefði gert það að verkum að Njarðvík landaði sigri sem leit út fyrir að vera nokkuð þægilegur en Dinksins var ekki sammála því. „Þetta var ekki auðvelt. Á köflum leit þetta kannski þannig út en þetta var ekki auðvelt. Við þurftum að vinna fyrir öllu og kredit á Hauka, þær létu okkur vinna fyrir öllu. Koma með boltann upp völlinn og láta sóknarleikinn ganga upp. En við sýndum bara seiglu. Við sýndum þeim að við ætlum ekki að gefast auðveldlega upp og erum komnar hingað til að berjast.“ Njarðvíkingar gerðu út um leikinn í fjórða leikhluta og komu muninum upp í 20 stig þegar mest var. „Við vorum klárar og létum boltann ganga. Það voru allskonar „mismatch“ í gangi í teignum og við nýttum okkur það. Þegar þær hjálpuðu létum við boltann ganga út aftur og vorum að negla skotunum. Þetta snérist allt um að vera yfirvegaðar og þolinmóðar.“ Aðspurð um hvernig það væri fyrir liðið að koma til baka eftir að hafa lent 2-0 undir hafði Dinksins ekki miklar áhyggjur af því, enda sýni sagan að það sé klárlega hægt að koma til baka. Þá fannst henni eins og Haukar hefðu jafnvel verið búnir að færa titilinn til bókar eftir sigur í leik tvö. „Þetta er úrslitakeppnin. Haukar tóku Grindavík þegar þær voru 2-0 undir svo að það er klárlega hægt að leyfa þeim að smakka á eigin meðali. Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma. Við höfum verið liðsheild allt tímabilið, hvort sem við höfum verið að vinna leiki eða tapa þeim. Við höfum aldrei kennt hverri annarri um, við vinnum og sigrum saman og í dag sáum við hvernig það skilar sér á völlinn.“
Bónus-deild kvenna Körfubolti UMF Njarðvík Mest lesið Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Sport Markaregn í enska boltanum í dag Fótbolti Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Fótbolti Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Fótbolti Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Fótbolti Dagskráin í dag: Rólegheit eftir langa helgi Sport Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Norris með aðra höndina á titlinum Formúla 1 Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Öruggur sigur City Enski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira