Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. maí 2025 11:03 Helena Ólafsdóttir áttar sig ekki á því á hvaða vegferð Valskonur eru á. Vísir/Jón Gautur/S2 Sport Helena Ólafsdóttir er enginn aðdáandi þess sem í gangi hjá kvennaliði Vals þessa dagana og beinir gagnrýni sinni að nýrri stjórn og orðum þjálfara liðsins í viðtölum. Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan. Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira
Valskonur hafa verið allt annað en sannfærandi í upphafi Bestu deildar kvenna í fótbolta og Bestu mörkin veltu fyrir sig hvað væri vandamálið. Helena í ham Valur tapaði á móti Þrótti í fimmtu umferðinni og er bara með sjö stig í húsi af fimmtán mögulegum eftir tvo sigra og tvö töp í fimm leikjum. Helena Ólafsdóttir umsjónarmaður þáttarins var svo ósátt við það sem er í gangi hjá Val að hún tók orðið. Helena var meira að segja í miklum ham. Klippa: Bestu mörkin: Helena í ham í umfjöllun um slakar Valskonur „Nú ætla ég bara að fá að vera sérfræðingur með ykkur. Mér finnst þetta vera algjört bull. Þetta er bara þannig að Valur hefur varla breytt um lið. Horfiði á varnarlínuna,“ sagði Helena Ólafsdóttir, umsjónarkona Bestu markanna, sem var í miklum ham. Passaði ekki inn í mynstrið Helena gagnrýndi Valsmenn mikið fyrir að láta miðjumanninn frábæra Kaie Cousins fara frá liðinu en hún fór aftur í Þrótt. „Klúður, þær misstu Katie Cousins upp á eindæmi og af sjálfsdáðum. Þær vildu hana ekki af því að hún passaði ekki inn í mynstrið. Hver ákvað það ,“ spurði Helena. „Maður hugsaði. Passaði ekki inn í mynstrið? Er hún ekki fædd 1998? Hún var of gömul fyrir þetta lið,“ sagði Helena. Hvaða rugl erum við að hlusta á? „Hvaða rugl erum við að hlusta á,“ sagði Helena og birti töflu með meðalaldri byrjunarliðs Vals, bæði í ár og í fyrra. „Svo segir Kristján i viðtölum. Við erum á vegferð. Hvaða vegferð? Jú bekkurinn hann hefur yngst. Eðlilega. Slökum aðeins á. Hvaða vegferð er þetta?,“ spurði Helena og hélt áfram. Er eðlilegt að tapa leikjum? „Ég gat varla talið upp listann með leikmönnum sem Valur fékk fyrir mót af ungum leikmönnum. Engin þeirra er í þessu liði nema Sóley [. Ég átta mig ekki á því sem Kristján segir í viðtölum að það sé eðlilegt að tapa leikjum,“ sagði Helena og fór að telja upp leikmenn liðsins og spyrja hvort þeim þætti það eðlilegt. Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir, sérfræðingur Bestu markanna, benti á það að Valur hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í deildinni síðan 2017. Þóra Björg Helgadóttir, sérfræðingur Bestu markanna, ber mikla virðingu fyrir þeim liðum sem ætla að fara í vegferð en spyr líka stóru spurningarinnar. „Hvar er hún,“ sagði Þóra. Sakna Berglindar „Ekki bulla í okkur,“ spurði Helena. Bára bendir á það að Valsliðið saknar Berglindar Rósar Ágústsdóttur en þetta gengi sýni mikilvægi hennar. „Þetta lið má samt ekki brotna við það að missa einn leikmann út,“ sagði Bára. Helena horfir til umgjarðarinnar í kringum liðið og til breytinganna sem urðu á stjórninni. „Það er allt í einu hreinsað þarna út og ný stjórn kemur inn með eitthvað allt annað orðbragð en við höfum hlustað á. Mér finnst í einu orði vera við stefnum á titla en í hinu orðinu að við erum að byggja upp. Ákveðið hvort þið eruð að gera,“ sagði Helena. Það má horfa á alla umræðuna hér fyrir ofan.
Besta deild kvenna Valur Bestu mörkin Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Galdur orðinn leikmaður KR Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? „Sáum á dómurunum í restina að þeir höfðu eitthvað á samviskunni“ „Ákvað bara að láta vaða“ „Það var góð barátta í okkur og mikil liðsheild“ Uppgjörið: Fram - Breiðablik 1-6 | Ekkert fær Blika stöðvað Uppgjörið: Þór/KA - Valur 1-2 | Mikilvægur sigur gestanna Sjá meira