„Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. maí 2025 14:15 Kristinn Gunnar Kristinsson er klár í slaginn fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð. vísir Bakgarðshlauparinn Kristinn Gunnar Kristinsson segist fyrst og fremst keppa fyrir sjálfan sig. Garpur Ingason Elísabetarson tók hús á Kristni og kannaði stöðuna á honum fyrir Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð um helgina. „Maður er aldrei beint peppaður en ég er mjög stressaður fyrir þessu. Maður veit hvað er að fara að gerast og þú ert að fara að þjösnast á líkamanum á þér,“ sagði Kristinn sem er reynslumikill þegar kemur að Bakgarðshlaupum. „Ég hef farið í flest allar keppnir hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“ sagði Kristinn. Hann hljóp 38 hringi í síðasta Bakgarðshlaupi sem er met hjá honum. Hann vill gera betur um helgina. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. „Það er það sem ég ákvað því mér finnst þetta gaman. Mér finnst gaman að vera úti og hlaup eru þannig að þú getur verið úti allan ársins hring, sama hvernig veðrið er. Ég sækist eftir útivist og að hafa gaman.“ Öfugt við fyrri Bakgarðshlaup er Kristinn nú kominn með þjálfara. Hann breytti undirbúningi hans fyrir hlaupið um helgina. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. Klippa: Viðtal við Kristin Gunnar Bakgarðshlaupara „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Viðtalið við Kristinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð á Stöð 2 Vísi og á Vísi um helgina. Hlaupið hefst klukkan 09:00 í fyrramálið. Bakgarðshlaup Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira
„Maður er aldrei beint peppaður en ég er mjög stressaður fyrir þessu. Maður veit hvað er að fara að gerast og þú ert að fara að þjösnast á líkamanum á þér,“ sagði Kristinn sem er reynslumikill þegar kemur að Bakgarðshlaupum. „Ég hef farið í flest allar keppnir hér heima og einu sinni í Svíþjóð,“ sagði Kristinn. Hann hljóp 38 hringi í síðasta Bakgarðshlaupi sem er met hjá honum. Hann vill gera betur um helgina. „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu. Ég tók ákvörðun þegar ég byrjaði að hlaupa - ég er búinn að vera í mörgum íþróttum og það er alltaf verið að þrýsta þér að keppa - að gera þetta alltaf fyrir mig. Ef ég hleyp ekki fyrir sjálfan mig og mér finnst leiðinlegt að hlaupa og það er verið að þrýsta á mig að keppa, þá hætti ég,“ sagði Kristinn. „Það er það sem ég ákvað því mér finnst þetta gaman. Mér finnst gaman að vera úti og hlaup eru þannig að þú getur verið úti allan ársins hring, sama hvernig veðrið er. Ég sækist eftir útivist og að hafa gaman.“ Öfugt við fyrri Bakgarðshlaup er Kristinn nú kominn með þjálfara. Hann breytti undirbúningi hans fyrir hlaupið um helgina. „Ég er með nýsjálenskan þjálfara. Hann einbeitti sér mikið að því að ég ætti að klifra, meira en að hlaupa á sléttu. Í þrjá mánuði tók ég allar interval æfingar og allt þetta í halla,“ sagði Kristinn. Klippa: Viðtal við Kristin Gunnar Bakgarðshlaupara „Allt var í halla og í um miðjan eða lok mars var ég bara: Hvað er ég að gera? Ég er ekkert að bæta mig og fannst ekkert vera að gerast því ég var bara í hæð. Þetta var allt í hæð. Síðan kom ein slétt æfing vikuna eftir þar sem ég fann að ég var orðinn mun sterkari og þetta er að skila mér miklu.“ Viðtalið við Kristinn má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Sýnt verður beint frá Bakgarðshlaupinu í Öskjuhlíð á Stöð 2 Vísi og á Vísi um helgina. Hlaupið hefst klukkan 09:00 í fyrramálið.
Bakgarðshlaup Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Öruggur sigur City Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti Snævar setti heimsmet Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Fleiri fréttir Tólf Íslandsmet féllu á Íslandsmótinu í sundi Markaregn í enska boltanum í dag Inter aftur á toppinn eftir sigur á Lazio Sjáðu mörkin og allt það helsta úr meistaraslagnum Norris með aðra höndina á titlinum Þrenna frá Lewandowski og Rashford í stuði Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Sandra með tíu í þrettán marka sigri ÍBV Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Engin skoraði meira en Elín Klara Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Með 32 mörk í síðustu þremur leikjum „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Snævar setti heimsmet Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Sjá meira